Leikfélag Ólafsfjarðar frumsýnir þann 5. apríl nk. farsann Sex í sveit eftir Marc Camoletti, en Gísli Rúnar Jónsson, þýddi og staðfærði. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir og verða sýningar í Tjarnarborg. Sex í sveit er farsi af hröðustu gerð, og áhorfendur þurfa að hafa sig alla við til að fylgjast með flækjunni og innbyrða alla brandarana um leið. Verkið er hefðbundinn framhjáhaldsfarsi þar sem næstum allir hafa eitthvað að fela, og smám saman verða aðferðirnar til að fela það enn pínlegri en það sem upphaflega átti að halda leyndu. Úr verður fyndin flækja sem leysist í raun ekki, lausnin minnir meira á vopnahlé en friðarsáttmála.

Leikarar í sýningunni eru Gunnar Ásgrímsson, Daníel Pétur Daníelsson, Dana Jóna Sveindóttir, Þuríður Sigmundsdóttir, Una Matthildur Eggertsdóttir og Sigmundur Agnarsson.

2. sýning verður 7. apríl.
3. sýning verður 11. apríl.
4. sýning verður 14. apríl.

Miðasala er hjá Helenu í síma 845-3216 og í Tjarnarborg í síma 466-2188.

{mos_fb_discuss:2}