Uppskeruhátíð sviðslista, Grímuhátíð Leiklistarsambands Íslands, verður haldin í áttunda sinn miðvikudaginn 16. júní í Þjóðleikhúsinu. Tilnefningar voru kunngjörðar í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 4. júní sl.

Verðlaunahátíðin, sem jafnframt er uppskeruhátíð sviðslistanna, var fyrst haldin árið 2003 og hefur Leiklistarsamband Íslands staðið fyrir hátíðinni árlega allar götur síðan. Aðildarfélög sambandsins eru leikhús, sviðslistahópar, fagfélög og stofnanir innan greinarinnar.

Veitt verða verðlaun fyrir leikárið 2009-10 í alls sautján flokkum. Auk þess verða áhorfendaverðlaun veitt þeirri sýningu sem áhorfendum þótti bera af sem sýning ársins. Kosning stendur yfir á www.griman.is. Jafnframt verða heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands veitt þeim listamanni er skilað hefur framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista.

Ása Richardsdóttir, forseti Leiklistarsambands Íslands og Rúnar Freyr Gíslason, leikari, sem verður kynnir Grímuhátíðarinnar í ár, kynntu tilnefningarnar við góðar undirtektir samstafsfélaga sem fjölmenntu í Leikhúskjallarann. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 en dagskráin nýtur ávallt mikilla vinsælda hjá sjónvarpsáhorfendum. Að jafnaði horfa yfir 100.000 áhorfendur á Grímuna heima í stofu, en um 43% þjóðarinnar horfðu á útsendinguna 2009.

Eftirfarandi leiksýningar voru tilnefndar sem sýning ársins 2010:

Djúpið eftir Jón Atla Jónasson og í leikstjórn Jóns Atla Jónassonar. Sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur og Strit í Borgarleikhúsinu.

Faust eftir Björn Hlyn Haraldsson, Carl Grose, Gísla Örn Garðarsson, Nínu Dögg Filippusdóttur og Víking Kristjánsson. Í  leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar og í sviðssetingu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports í Borgarleikhúsinu.

Fjölskyldan – ágúst í Osage-sýslu eftir Tracy Letts í þýðingu Sigurðar Hróarssonar. Leikstjórn Hilmir Snær Guðnason. Sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Íslandsklukkan í leikgerð Benedikts Erlingssonar sem byggð er á skáldsögu Halldórs Laxness. Leikstjórn Benedikt Erlingsson í sviðssetingu Þjóðleikhússins.

Jesús litli
eftir Benedikt Erlingsson, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geirharðsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Snorra Frey Hilmarsson. Leikstjórn Benedikt Erlingsson. Í sviðssetingu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

 

ÚTVARPSVERK ÁRSINS

EINFARAR eftir Hrafnhildi Hagalín

Aðalhlutverk: Árni Tryggvason, Bryndís Pétursdóttir, Erlingur Gíslason, Herdís Þorvaldsdóttir, Karl Guðmundsson, Margrét Ólafsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Steindór Hjörleifsson og Þóra Friðriksdóttir

Aðrir leikendur: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Björn Thors, Davíð Guðbrandsson, Eva María Jónsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Jóhann Sigurðarson, Kristbjörg Kjeld, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigríður Hagalín Pétursdóttir, Stefán Jónsson og Unnur Birna Jónsdóttir
Hljóðsetning Einar Sigurðsson
Leikstjórn Hrafnhildur Hagalín

SAGAN AF ÞRIÐJUDEGI eftir Steinar Braga
Leikendur: Hjálmar Hjálmarsson, Kristján Franklín Magnús, Sigurður Skúlason, Valur Freyr Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson
Tónlist Hallur Ingólfsson
Hljóðsetning Einar Sigurðsson
Leikgerð og leikstjórn Bjarni Jónsson

VEGGIR MEÐ EYRU eftir Þorstein Guðmundsson
Leikendur: Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Víkingur Kristjánsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Hljóðsetning Einar Sigurðsson
Leikstjórn Hjálmar Hjálmarsson

 

BARNASÝNING ÁRSINS

ALGJÖR SVEPPI – DAGUR Í LÍFI STRÁKS

Eftir Gísla Rúnar Jónsson
Leikstjórn Felix Bergsson
Á þakinu

BLÁA GULLIÐ
Eftir Charlotte Böving, Maríu Pálsdóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur og Víking Kristjánsson
Leikstjórn Charlotte Böving
Leikfélag Reykjavíkur og Opið út
Borgarleikhúsið

FÍASÓL
Leikgerð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Vigdísi Jakobsdóttur
Byggð á barnabókum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Leikstjórn Vigdís Jakobsdóttir
Þjóðleikhúsið

HORN Á HÖFÐI
Eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson
Leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson
GRAL – Grindvíska atvinnuleikhúsið

SINDRI SILFURFISKUR
Eftir Áslaugu Jónsdóttur
Leikstjórn Þórhallur Sigurðsson
Þjóðleikhúsið

 

DANSHÖFUNDAR ÁRSINS


Alan Lucien Öyen
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Endalaus í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Ragnheiður S. Bjarnarson
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Shake Me í sviðssetningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar

Bergþóra Einarsdóttir, Laila Tarfur og Leifur Þór Þorvaldsson
fyrir kóreógrafíu í tilraunasýningunni Endurómun (Feedback) í Borgarleikhúsinu

Brian Gerke og Steinunn Ketilsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Love always, Debbie and Susan í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian

Erna Ómarsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Teach us to outgrow our madness í sviðssetningu Shalala og Þjóðleikhússins

Steinunn Ketilsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian

To
ny Vezich

fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Hjartastreitu í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

 

DANSARI ÁRSINS

Aðalheiður Halldórsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Endalaus í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Aðalheiður Halldórsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Heilabrot í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Emilía Benedikta Gísladóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Hjartastreitu í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Steinunn Ketilsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian

Valgerður Rúnarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Teach us to outgrow our madness í sviðssetningu Shalala og Þjóðleikhússins

 

SÖNGVARI ÁRSINS

Ágúst Ólafsson
fyrir hlutverk sitt í óperunni Ástardrykknum í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Bjarni Thor Kristinsson
fyrir hlutverk sitt í óperunni Ástardrykknum í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Dísella Lárusdóttir
fyrir hlutverk sitt í óperunni Ástardrykknum í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Garðar Thór Cortes
fyrir hlutverk sitt í óperunni Ástardrykknum í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Kristjana Stefánsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Jesúsi litla í sviðssetingu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

 

HLJÓÐMYND ÁRSINS

Davíð Þór Jónsson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Af ástum manns og hrærivélar í sviðssetningu CommonNonsense og Þjóðleikhússins

Frank Hall og Thorbjörn Knudsen
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports í Borgarleikhúsinu

Gísli Galdur Þorgeirsson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Gerplu í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Ólafur Örn Thoroddsen
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Harry og Heimir – með öðrum morðum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Walid Breidi
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins

 

TÓNLIST ÁRSINS

Davíð Þór Jónsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Af ástum manns og hrærivélar í sviðssetningu CommonNonsense og Þjóðleikhússins

Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson
fyrir tónlist í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Gísli Galdur Þorgeirsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Gerplu í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Kristjana Stefánsdóttir
fyrir tónlist í leiksýningunni Jesúsi litla í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Nick Cave og Warren Ellis
fyrir tónlist í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports í Borgarleikhúsinu

 

LÝSING ÁRSINS

Björn Bergsteinn Guðmundsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Fjölskyldunni – ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Halldór Örn Óskarsson og Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Kjartan Þórisson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Jesúsi litla í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Gerplu í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Þórður Orri Pétursson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports í Borgarleikhúsinu

 

BÚNINGAR ÁRSINS

Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports í Borgarleikhúsinu

Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Frida… viva la vida í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Filippía I. Elísdóttir og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins

Helga Björnsson
fyrir búninga í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Helga I. Stefánsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Gerplu í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

LEIKMYND ÁRSINS

Axel Hallkell Jóhannesson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports í Borgarleikhúsinu

Börkur Jónsson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Fjölskyldunni – ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Börkur Jónsson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Hænuungunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Finnur Arnar Arnarson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Gretar Reynisson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Gerplu í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Guðrún Snæfríður Gísladóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Ilmur Kristjánsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Jóhanna Vigdís Arnardóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjölskyldunni – ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Kristbjörg Kjeld
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hænuungunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Kristín Þóra Haraldsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Gauragangi í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

 

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Atli Rafn Sigurðarson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Eilífri óhamingju í sviðssetningu Hins lifandi leikhúss og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Björn Thors
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Jón Páll Eyjólfsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Pálmi Gestsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hænuungunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Theodór Júlíusson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjölskyldunni – ágúst í Osage-sýslu í svið
ssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

 

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Brynhildur Guðjónsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Frida… viva la vida í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Halldóra Geirharðsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dúfunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Halldóra Geirharðsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Jesúsi litla í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Margrét Helga Jóhannsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjölskyldunni – ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Sigrún Edda Björnsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjölskyldunni – ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

 

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Eggert Þorleifsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hænuungunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Hilmir Snær Guðnason
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports í Borgarleikhúsinu

Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Djúpinu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Strits í Borgarleikhúsinu

Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Þorsteinn Gunnarsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports í Borgarleikhúsinu

 

LEIKSTJÓRI ÁRSINS

Baltasar Kormákur
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Gerplu í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Benedikt Erlingsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Benedikt Erlingsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Jesúsi litla í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Hilmir Snær Guðnason
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Fjölskyldunni – ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Kristín Eysteinsdóttir
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Dúfunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

 

LEIKSKÁLD ÁRSINS

Andri Snær Magnason og Þorleifur Örn Arnarsson
fyrir leikverkið Eilíf óhamingja í sviðssetningu Hins lifandi leikhúss og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson
fyrir leikverkið Jesús litli í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu

Bragi Ólafsson
fyrir leikverkið Hænuungarnir í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Jón Atli Jónasson
fyrir leikverkið Djúpið í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Strits í Borgarleikhúsinu

Kristján Þórður Hrafnsson
fyrir leikverkið Fyrir framan annað fólk í sviðssetningu leikhópsins Venjulegs fólks í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið

 

SÝNING ÁRSINS

DJÚPIÐ
Eftir Jón Atla Jónasson
Leikstjórn Jón Atli Jónasson
Leikfélag Reykjavíkur og Strit
Borgarleikhúsið

FAUST
Eftir Björn Hlyn Haraldsson, Carl Grose, Gísla Örn Garðarsson,
Nínu Dögg Filippusdóttur og Víking Kristjánsson
Leikstjórn Gísli Örn Garðarsson
Leikfélag Reykjavíkur og Vesturport
Borgarleikhúsið

FJÖLSKYLDAN – ÁGÚST Í OSAGE-SÝSLU
Eftir Tracy Letts
Þýðing Sigurður Hróarsson
Leikstjórn Hilmir Snær Guðnason
Leikfélag Reykjavíkur
Borgarleikhúsið

ÍSLANDSKLUKKAN
Leikgerð eftir Benedikt Erlingsson
Byggð á skáldsögu eftir Halldór Laxness
Leikstjórn Benedikt Erlingsson
Þjóðleikhúsið

JESÚS LITLI

Eftir Benedikt Erlingsson, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geirharðsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Snorra Frey Hilmarsson
Leikstjórn Benedikt Erlingsson
Leikfélag Reykjavíkur
Borgarleikhúsi