Leikfélag Vestmannaeyja fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni kemur félagið til höfuðborgarinnar helgina 11. og 12. júní og sýnir leikritið „Fullkomið brúðkaup“ eftir Robin Hawdon í þýðingu Arnar Árnasonar og í leikstjórn Ara Matthíassonar.

Sýningar verða í Loftkastalanum föstudaginn 11. júní kl 20.00 og laugardaginn 12. júní kl 18.00. Miðapantanir eru í síma 897 8940.

Sýningin hefur fengið mjög góðar viðtökur í Vestmannaeyjum og eru Reykvíkingar og nærsveitamenn hvattir til að láta hana ekki fram hjá sér fara.

Hér er hægt að sjá myndbút úr verkinu: http://www.youtube.com/watch?v=1XdahLGtZyU

Einnig er leikfélagið með fésbókarsíðu fyrir sýninguna:
http://www.facebook.com/home.php?#!/group.php?gid=127837123909907&ref=ts