Leikfélag Vestmannaeyja 100 ára!

Leikfélag Vestmannaeyja 100 ára!

Leikfélag Vestmannaeyja fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni kemur félagið til höfuðborgarinnar helgina 11. og 12. júní og sýnir leikritið „Fullkomið brúðkaup“ eftir Robin Hawdon í þýðingu Arnar Árnasonar og í leikstjórn Ara Matthíassonar.

Sýningar verða í Loftkastalanum föstudaginn 11. júní kl 20.00 og laugardaginn 12. júní kl 18.00. Miðapantanir eru í síma 897 8940.

Sýningin hefur fengið mjög góðar viðtökur í Vestmannaeyjum og eru Reykvíkingar og nærsveitamenn hvattir til að láta hana ekki fram hjá sér fara.

Hér er hægt að sjá myndbút úr verkinu: http://www.youtube.com/watch?v=1XdahLGtZyU

Einnig er leikfélagið með fésbókarsíðu fyrir sýninguna:
http://www.facebook.com/home.php?#!/group.php?gid=127837123909907&ref=ts

0 Slökkt á athugasemdum við Leikfélag Vestmannaeyja 100 ára! 270 09 júní, 2010 Allar fréttir júní 9, 2010

Áskrift að Vikupósti

Karfa