Gaman saman á Norðurlandi

Gaman saman á Norðurlandi

Leikfélag Hörgdæla og Freyvangsleikhúsið hafa tekið höndum saman og frumsýna stuttverkadagskrá föstudagskvöldið 22. mars og laugardagskvöldið 23. mars í Freyvangi. Eingöngu verða þessar tvær sýningar.
Verkin sem sýnd verða eru sambland af glensi og gleði, hádramatík og fúlustu alvöru og eru skrifuð, leikin og leikstýrð af meðlimum þessa tveggja farsælu leikfélaga sem sameina hér krafta sína í fyrsta skipti.
Miðaverð er 2.000 kr. og miðapantanir eru í síma 857 5598 á milli kl. 10-14 alla virka daga, og í tölvupósti á freyvangur@gmail.com.
Miðaverði er stillt í hóf og kostar miðinn aðeins 2.000 kr.

0 Slökkt á athugasemdum við Gaman saman á Norðurlandi 307 21 mars, 2019 Allar fréttir, Frumsýningar, Vikupóstur mars 21, 2019

Áskrift að Vikupósti

Karfa