ImageNámskeið í stjórnun leikfélaga, fyrirlestrar og umræður.

Haldið laugardaginn 18. nóvember 2006 frá kl. 10.00 til 17.00 í gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Síðasti skráningardagur í dag, 10. nóvember!

Fjallað verður um eftirfarandi með meiru:

Verkaskipting stjórnarmanna, gerð skipurita
Starfssvið framkvæmdastjóra leiksýninga
Fjármál; bókhald og styrkumsóknir
Samningar við leikstjóra
Verkefnaval – nýsköpun
Markaðssetning
Leiklistarvefurinn
Leiklistarskóli BÍL
Námskeið innan félaga
Vinaleikfélög
Þátttaka í erlendu samstarfi
Ársrit Bandalagsins og varðveisla upplýsinga
Samstarfssamningar milli leikfélaga og sveitarfélaga

Fyrirlesarar verða stjórnarmenn, skólanefndarmenn og starfsmenn Bandalagsins.

Námskeiðið er ókeypis og öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 10. nóvember á netfangið info@leiklist.is eða í síma 5516974.