ImageÞann 2. apríl nk. verður sérstök heiðurssýning á Þuríði og Kambsráninu hjá Leikfélagi Selfoss til að heiðra minningu Ólafar Österby (fædd 1. apríl 1906, lést 19. janúar 1995). Ólöf var í fyrstu stjórn leikfélagsins árið 1958 og ári seinna var hún kosinn sem formaður og gegndi því starfi í eitt ár. Hún kom margoft fram með leikfélaginu, síðast árið 1972. Þann 1. apríl nk, verða liðin 100 ár frá fæðingu en hún lést árið 1995, 89 ára að aldri.