Fyrirlesturinn fjallar á gamansaman hátt um þetta alvarlega málefni, sem sífellt er að koma í ljós að plagar hátt hlutfall Íslendinga og heldur aftur af unga fólkinu. Þá hafa nýlegir atburðir og rannsóknir sýnt að geðsjúkdómar almennt, og kvíði sérstaklega, eru stórt samfélagsleg vandamál. Með leikritinu vill hópurinn leggja sitt af mörkum til málefnisins, opna á umræðuna, fjarlægja tabúið og fá fólk til að tala upphátt um vandamálið.
Endurfrumsýning verður föstudaginn 15. september kl. 20:30. Aðrar sýningar eru sem hér segir:
– Sunnudagur 24. sept. kl. 20:30
– Fimmtudagur 5. okt. kl. 20:30
– Þriðjudagur 10. okt. kl. 20:30 (sérstök sýning í tilefni af alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum)
– Laugardagur 14. okt. kl. 20:30
Sara Martí leikstjóri og leikararnir hafa legið yfir handritinu í sumar og fínpússað ýmislegt, þannig að útgáfan sem nú lítur dagsins ljós er nokkuð betrumbætt frá því í vor.
Þá stígur nýr leikari á sviðið, en það er Bjarni Snæbjörnsson, sem kemur í stað Hannesar Óla Ágústssonar (mynd í viðhengi). Bjarni fer með hlutverk í þáttaröðinni um Stellu Blómkvist, sem von er á skjáinn á næstunni. Þá lék hann í verkinu Núnó og Júnía hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur, en hann hefur auk þess verið í spunahópnum Improv Ísland frá upphafi og var í aðalhlutverki við stofnun leiklistarbrautar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Hér er brot úr umsögnum áhorfenda hingað til:
„Þetta var stórkostleg sýning. Þetta verk er mikilvægt innlegg í baráttuna gegn fordómum.“
– Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir
„Ég er eiginlega bara orðlaus, þessi flotti leikhópur setti saman sýningu sem náði að mér fannst alveg að skera beint inn að kjarna þess að upplifa kvíða og setja hana upp á hátt sem fólk skilur og getur tengt við.“
– Þórður Páll Jónínuson
„Umgjörðin var mjög flott, einföld en áhrifarík. Yndislegur húmor og fræðandi og góð skilaboð undirliggjandi. Kvíðamaðurinn er algjörlega hetjan mín núna!!“
– Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir