Leikfélag Hafnarfjarðar hefur hafið á ný sýningar á  barnaleikritinu  Fúsa Froskagleypi eftir Ole Lund Kirkegaard í Gaflaraleikhúsinu. Sýningin sló í gegn síðasta vetur og þurfti að hætta sýningum fyrir fullu húsi í vor. Verkið er bráðfjörugt barna og fjölskylduleikrit með skemmtilegri tónlist Jóhanns Moravek undir leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Leikritið fjallar á gamansaman hátt um samskipti Fúsa froskagleypis við krakkana og bæjarbúana í Hafnarfirði og hvernig heimsókn Bardínó Sirkussins  til bæjarins breytir miklu í lífi allra.

Leikfélag Hafnarfjarðar  fagnar nú í ár 75 ára afmæli sínu og var Fúsi froskagleypir fyrsta sýning  félagsins í  nýju  aðsetri félagsins í Gaflaraleikhúsinu.

Miðaverð er 2.000 kr. Til að panta miða er hægt að hringja í síma 565-5900 eða senda póst á midasala@gaflaraleikhusid.is

{mos_fb_discuss:2}