Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 2020 – 70. fundur
- Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað.
Guðfinna Gunnarsdóttir formaður BÍL, stígur í pontu og setur fund við þessar sérstöku aðstæður.
Stungið er upp á Vilborgu Valgarðsdóttur og Önnu Margréti Pálksdóttur sem fundarstjórum og Jónheiði Ísleifsdóttur og Gísla Birni Heimissyni sem fundarriturum og það samþykkt með lófataki.
Guðfinna þakkar Leikfélagi Kópavogs fyrir að skapa sótthreinsað umhverfi fyrir okkur og hýsa fundinn.
Vilborg fundarstjóri stígur í pontu og býður alla velkomna.
- Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum.
Dýrleif stígur í pontu og tilkynnir að það séu 11 atvæði í húsi, 1 kemur seint. Búið er að kanna lögmæti fundar og hann er löglegur.
- Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd.
Sigríður Hafsteinsdóttir stígur í pontu og les menningarstefnu Bandalagsins.
- Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá.
Hörður stígur í pontu og fer yfir ný félög og félög tekin af skrá. 39 félög greiddu árgjald í fyrra.
Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna gekk úr Bandalaginu á síðasta ári. Engar aðrar breytingar.
- Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd.
Aðalfundargerð síðasta aðalfundar er borinn upp til atkvæða af Vilborgu og er hún samþykkt með öllum atkvæðum.
Vilborg stingur upp á því að fundarmenn kynni sig. Farið er hringinn og allir kynna sig með nafni, leikfélagi og störfum fyrir Bandalagið.
- Skýrsla stjórnar.
Guðfinna stígur í pontu.
Hörður stígur í pontu og kynnir hvar gögn aðalfundar eru aðgengileg á vefnum. Hægt er að nálgast skýrslu stjórnar þar. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á Hörð.
Guðfinna les skýrslu stjórnar:
Skýrsla stjórnar Bandalags íslenskra leikfélaga á aðalfundi í Kópavogi 19. september 2020
- Stjórn Á starfsárinu skipuðu stjórn þau: Guðfinna Gunnarsdóttir, Selfossi, formaður Ólöf Þórðardóttir, Mosfellsbæ, varaformaður Gísli Björn Heimisson, Reykjavík, ritari Anna María Hjálmarsdóttir, Akureyri, meðstjórnandi Þráinn Sigvaldason, Hörgárdal, meðstjórnandi. Í varastjórn sátu: Sigríður Hafsteinsdóttir, Selfossi, Magnþóra Kristjánsdóttir, Þorlákshöfn, Jónheiður Ísleifsdóttir, Selfossi, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Reykjavík og Ágúst Jónsson, Hólmavík. Framkvæmdastjóri í þjónustumiðstöð er Hörður Sigurðarson Stjórn hélt fjóra starfsfundi á árinu, einn að afloknum aðalfundi á Húsavík og fjóra í þjónustumiðstöð okkar í Reykjavík. Fjarfundarbúnaður var notaður endrum og sinnum með góðum árangri. Einnig hefur fésbókarhópur okkar stjórnarmanna verið nýttur til góðra samskipta árið um kring. Svo var, í ljósi aðstæðna, fundað aukalega með skólanefnd til að ræða stöðuna á skólanum fyrir sumarið 2020. Eru stjórn og framkvæmdastjóra og skólanefndarfólki þökkuð góð samvinna á árinu.
- Starfsemi félaganna 31 aðildarfélag Bandalagsins sendi inn styrkumsóknir fyrir alls 81 leiksýningu og leikþætti, 23 námskeið og 36 skólanemendur fyrir leikárið 2018-2019. Fullur styrkur reyndist vera 361.614 krónur. Ársritið okkar inniheldur síðan allar frekari upplýsingar um starfsemina. Félög í Bandalaginu voru í vor 39 talsins.
- Starfsáætlun Á síðasta aðalfundi var að venju samþykkt starfsáætlun og og verður nú farið yfir hana og sagt frá hvað gert var til að efna einstaka liði hennar. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni. Rekstur þjónustumiðstöðvar er alltaf í járnum. Reikningar verða kynntir hér á eftir og sýna hvernig staðan er. Sala í verslun hefur verið á niðurleið. Skipt var um vefsvæði fyrir vefinn okkar og hann uppfærður og er vefurinn allur betri í kjölfarið. Um skólann mun fulltrúi skólanefndar fjalla í sinni skýrslu. Er skólanefnd þakkað fyrir frábæra vinnu og samstarf á árinu. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna. Framlag til starfsemi áhugaleikfélaganna er nú 18,5 milj. kr. Til þjónustumiðstöðvarinnar er framlagið 6 milj. kr. á ári samkvæmt samningi, en sú upphæð hækkaði upp í 6,5 milljónir á þessu ári og hækkar upp í 7 milljónir á næsta ári. Formaður og framkvæmdastjóri fengu langþráðan fund með ráðherra sl. vor. Var það tilfinning okkar að ráðherra væri viljugur til að hækka framlag til þjónustumiðstöðvar. Við lögðum til að árleg upphæð myndi hækka í 9 milljónir, en vorum ekki með miklar væntingar og bentum á að allt hjálpaði til, þó að styrkurinn hækkaði í smáskömmtum. Halda leiklistarhátíð í tengslum við 70 ára afmæli BÍL árið 2020. Ef allt hefði verið öðruvísi, væri þessi hátíð afstaðin og við ekki stödd hér í september, en við vorum komin með skipulag fyrir hátíð og vorum í samtali við Leikfélag Keflavíkur um stuttverkahátíð og Bandalagsþing. Við stefnum ótrauð á að reyna aftur við þennan viðburð vorið 2021.
- Önnur mál Uppfærsla Leikfélags Húnaþings á söngleiknum Hárinu var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins af valnefnd Þjóðleikhússins og var hún sýnd í Þjóðleikhúsinu 14. júní 2019 við góðan orðstír. Í ár var engin sýning valin vegna lokunar. Af erlendum vettvangi: Til stóð að halda NEATA leiklistarhátíð í Eistlandi í september, (um liðna helgi), og var beðið langt fram eftir sumri með að ákveða hvort af yrði eða ekki, en hún var slegin af. Fulltrúar landanna sem heyra undir NEATA eru í reglulegu sambandi og fjarfunda. Ekki hefur verið ákveðið hvert framhaldið verður, hvort hátiðin frestast um tvö ár eða færist yfir á næsta ár. Leikárið hefur verið mjög sérstakt svo ekki sé meira sagt. Mörg félög þurftu að hætta að sýna eða náðu ekki að frumsýna og deila sinni frábæru vinnu með áhorfendum. Vonandi horfir það til betri vegar. Við getum að minnsta kosti hist og nú hefur verið gefið grænt ljós á æfingar með snertingu sem gefur okkur byr undir báða vængi. Við þurfum mjög líklega að vinna hlutina með öðrum hætti en vant er á þessu leikári og jafnvel hugsa út fyrir kassann með hvernig við útfærum sýningar og starfið. Verum dugleg að heyrast og hittast. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með fréttum á vefnum okkar og vera í sambandi við okkur í stjórninni eða Hörð ef spurningar vakna. Endilega sendið okkur fréttir af starfinu ykkar. Verum dugleg að koma okkar frábæra starfi á framfæri. Látum í okkur heyra. Leikum núna og svo alltaf meira.
Vilborg þakkar Guðfinnu og býður Ágúst Þ. Jónsson frá Leikfélagi Hólmavíkur velkominn, þannig að kjörbréfin eru orði 12.
- Framkvæmdastjóri leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs og skýrir þá.
Vilborg býður Hörð velkominn í pontu til að kynna reikninga Bandalagsins.
Í stuttu máli er niðurstaðan sú að rekstur endaði í tæplega 1,4 milljóna króna tapi. Það skýrist að mestu að því að hluta ársins voru tveir starfsmenn á meðan Hörður var að taka við af Vilborgu.
Leiklistarskólinn stóð undir sér eins og venjulega og önnur gjöld og tekjur voru svipuð og síðustu ár.
- Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga.
Vilborg stígur í pontu og opnar fyrir umræður og spurningar um skýrslu stjórnar og reikninga.
Ingveldur spyr um dagpeninga kostnað – er þetta venjulegt og í hvað fer þessi peningur?
Engar fleiri spurningar.
Hörður stígur í pontu og útskýrir að hluti af launum framkvæmdastjóra er greiddur sem dagpeningar til að hífa laun framkvæmdastjóra aðeins upp. Þetta hefur verið gert í yfir 20 ár.
Vilborg stígur í pontu og biður um leyfi til að færa lið 13 fram í dagskrá fundar þannig að Hrefna Friðriksdóttir nái að kynna drög að verklagsreglum sem henni var falið að semja fyrir Bandalagið.
Hörður stingur upp á við tökum kaffihlé áður en við höldum áfram þar sem sá liður gæti dregist og það er samþykkt.
Kaffihlé
Vilborg stígur í pontu og ber reikninga upp til samþykktar. Reikningar samþykktir með öllum atkvæðum.
Hún býður Hrefnu í pontu.
13. Tillögur lagðar fyrir fundinn
Hrefna Friðriksdóttir stígur í pontu og leggur fyrir fundinn verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni- og kynferðislegri áreitni og ofbeldi.
Hrefna talar um að það sé sérstök þörf á því í leiklistarstarfi að ræða þessa hluti, bæði vegna nándar og valdaójafnvægis. Fólk er oft blint fyrir því að þeirra hegðun hafi áhrif á aðra sem gætu átt erfitt með að tjá sig um það þegar farið er yfir mörk.
Hrefna útskýrir muninn á kynbundinni og kynferðislegri áreitni.
Í þessum reglum er lagt til að Bandalagið setji sér reglur um sína starfsemi. Verið er að móta farveg um hvert fólk getur leitað ef því finnst á sér brotið og hvernig verður brugðist við því.
Td. að bjóða brotaþola forgang að þátttöku í Leiklistarskóla Bandalagsins eða annarri þátttöku í starfi og að hægt sé að útiloka þátttöku fólks ef það er metið þannig að öðrum stafi af því ógn.
Þessar reglur gilda um Bandalagið en Hrefna hvetur leikfélögin einnig til að setja sér sínar reglur, sérstaklega þegar starfað er með börnum.
Gott að hafa mjög skýrt til hverra er hægt að leita og að það séu ekki fleiri en tveir og að þeir gæti nafnleyndar.
Hrefna býður upp á spurningar.
Ólöf Þórðardóttir þakkar fyrir góðar reglur og spyr hvort Hrefna væri til að aðstoða þau félög sem vilja móta sér svona reglur. Hrefna segist vera til í að hjálpa með almenna þætti.
Guðfinna spyr hvort íþróttahreyfingin sé ekki búin að móta sér reglur sem hægt er að nýta sér í vinnu við að semja reglur.
Hrefna bendir á Æskulýðs vettvanginn vefsíða – þar eru til reglur um einelti og mögulega reglur gegn kynferðisofbeldi.
Hrefna minnist á að þær reglur sem hún hefur lagt fram taki ekki á einelti, heldur hafi verið ákveðið að fókusa á þá þætti sem þóttu líklegri í leiklistarstarfi með fullorðnum þar sem starf Bandalagsins yfirleitt ekki til barna.
Sigurlaug talar um að gott sé að hafa svona reglur því það hafa komið upp svona mál þar sem hefur þurft að útiloka fólk frá starfsemi leikfélagsins.
Hrefna talar um að það gæti verið gott að fá einhvern til að tala við okkur um æskilega og óæskilega hegðun í leiklistarstarfi t.d. á næsta aðalfundi Bandalagsins.
Ólöf talar um að það séu góð plögg á Æskulýðsvettvangs vefnum sem væri gott að nýta sér.
Guðfinna talar um að gott sé að hafa skrifleg viðmið um hegðun í starfi og ræða mörk í byrjun starfs og gefa fólki möguleikann á því að setja mörk um snertingar og fleira. Það hafi t.d, verið gert á námskeiði sem hún sótti í LHÍ í sumar og þar hafi einnig verið reglur hangandi við hverja stofu.
Hrefna tala um að við þurfum að finna leiðir til að halda áfram skapandi og ögrandi starfi en að halda virðingu. Með því að leyfa alltaf sumum að haga sér á ákveðin hátt getum við verið að þagga niður í öðrum.
Gísli spyr hvort það væri ekki gott að deila tillögum að verklagsreglum þannig að félögin þurfi ekki öll að byrja frá byrjun. Bandalagið gæti haft milligöngu um slíkt.
Hrefna talar um að hvert og eitt félag þurfi að taka ábyrgð á sínum reglum og ekki bara afrita reglur beint frá öðrum. Samtalið innan félags er mikilvægt.
Þórarinn frá Hugleik minnst á að það sé kostur að það séu fáir sem koma að svona málum þá sé mögulega ekki reynsla til að taka á svona málum í stjórn allra félaga. Stingur hann upp á að það sé til banki af “sögum” af atvikum og hvernig var tekið á þeim.
Hrefna talar um að hægt sé að ræða þessi mál í stjórn án þess að minnast á nákvæmlega hvað gerðist og um hverja ræðir. Það þarf alltaf að gæta að persónuvernd.
Það gæti verið kostur að hafa atvik sem búið er að hreinsa af öllum persónuupplýsingum.
Guðríður minnist á að einelti geti verið mjög alvarlegt og haft mikil áhrif þannig að það þyrfti að vera með, sérstaklega í starfi með börnum.
Hrefna talar um að þessi útfærsla miðist að leiklistarstarfi og að Bandalagið sé með starfsemi fyrir fullorðna.
Það er möguleik að bæta því við en meiri viðkvæmni fyrir þeim málaflokkum sem reglurnar sem lagaðar eru fram núna ná yfir.
Gerður spyr Hrefnu hvort svona mál séu líklegri til að koma upp í leiklistarskólanum heldur en einelti.
Hrefna segir að já hún haldi að það séu meiri líkur á svona málum en eineltismálum en bætir við að skólastarfið í leiklistarskólanum hefi einkennst af samkennd og kærleika. Hún bætir við að við höfum samt verið blind fyrir því hvernig við umgöngumst mörk og samþykki og við þurfum að vera mjög meðvituð um að margir hafa látið hluti yfir sig ganga þegar það skapast svona mikil nánd eins og í skólastarfinu okkar.
Það hafa komið upp atvik í skólanum sem hefur þurft að takast á við. Við þurfum að opna umræðuna og taka á þeim. Skandalar gerast þegar atvik koma upp og ekki er tekið á þeim.
Sigríður þakkar Hrefnu fyrir.
Önnu Maríu langar til að standa upp og klappa og gerir það og allir fara að hennar fordæmi.
Hrefna þakkar Bandalaginu fyrir að opna á þessa umræðu.
- Skýrslur nefnda og umræður um þær.
Vilborg þakkar Hrefnu og heldur áfram með dagskrá.
Dýrleif stígur í pontu til að lesa skýrslu skólanefndar.
Skýrsla skólanefndar
Á liðnu starfsári sátu með mér í skólanefnd Dýrleif Jónsdóttir, Herdís Þorgeirsdóttir, Hrund Ólafsdóttir og Gísli Björn Heimisson.
Skólanefndin ber sem fyrr höfuðábyrgð á að skipuleggja starf leiklistarskóla Bandalagsins og fundar reglulega allt árið. Ég nota þetta tækifæri til að þakka kærlega öllu samnefndarfólki mínu og framkvæmdarstjóra BÍL fyrir metnaðarfullt og skemmtilegt samstarf.
Leiklistarskóli Bandalagsins var settur í 23. sinn þann 8. júní 2019 að Reykjum í Hrútafirði. Skólann árið 2019 sóttu alls 46 nemendur.
Námskeiðin voru:
- Leiklist I – kennari Aðalbjörg Árnadóttir.
- Leikritun II – kennari Árni Kristjánsson.
- Sérnámskeið fyrir leikara – kennari Rúnar Guðbrandsson.
Þá fengum við góðan hóp höfunda í heimsókn. Niðurstöður viðhorfskönnunar bentu til ánægju með skólastarfið.
Árið 2020 var ráðgert að bjóða upp á fjögur fjölbreytt námskeið:
- Leiklist II – kennari Hannes Óli Ágústsson.
- Bak við tjöldin II – kennarar Eva Björg Harðardóttur og Ingvar Guðni Brynjólfsson.
- Leikstjórn I – kennari Árni Kristjánsson.
- Sérnámskeið um leikarann sem skapandi listamann – kennari Rúnar Guðbrandsson.
Vegna Covid-19 var tekin sú erfiða ákvörðun að fella niður sumarskólann árið 2020. Stefnt er að því að bjóða ofangreind námskeið í júní 2021. Rétt er að geta þess að á haustmánuðum 2020 hófst ánægjulegt samstarf við Þjóðleikhúsið um námskeiðahald. Við hlökkum til að segja nánar frá því í skýrslu um yfirstandandi skólaár á næsta aðalfundi. Segi ég þá lokið skýrslu skólanefndar.
Takk fyrir!
- Drög að starfsáætlun næsta árs kynnt og skipað í starfshópa.
Vilborg stígur í pontu og kynnir Ólöfu í pontu.
Ólöf leggur til að starfsáætlun verði óbreytt frá síðasta ári.
Vilborg spyr hvort eigi að skipa í hópa, Hörður svar að stjórn hafi ekki ætlað að skipa í hópa í þetta skipti en hægt sé að koma með tillögur undir lið 14.
Guðfinna stígur í pontu og útskýrir að vegna fjarlægðartakmarkana hafi verið ákveðið að hafa ekki hópastarf í þetta skiptið.
- Kjörnefnd tilkynnir niðurstöður sínar og mælir með a.m.k. 1 aðila í hvert sæti sem kjósa skal í.
Dýrleif stígur í pontu og segir frá að það þurfi að kjósa í þrjú sæti í aðalstjórn. Anna María og Ólöf gefa kost á sér áfram en Þráinn gefur ekki kost á sér áfram.
Anna Margrét gefur kost á sér í varastjórn og Jónheiður gefur kost á sér aðalstjórn.
- Lagabreytingar.
Vilborg stígur í pontu og segir frá því að engar lagabreytingar liggji fyrir fundi í ár.
- Tillögur lagðar fyrir fundinn – b
Vilborg ber upp “Verklagsreglur Bandalags íslenskra leikfélaga (Bandalagsins) um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi í leiklistarstarfi.” Þær eru samþykktar með öllum atkvæðum.
Hörður stígur í pontu og talar um að upp hafi komið spurningar um það hvort fólk geti sótt fundinn og greitt atkvæði rafrænt. Það þarf að ræða breytt fyrirkomulag á aðalfundum og hvort megi greiða atkvæði rafrænt. Við það að breyta fyrirkomulagi og þó það geti verið kostir við fjarfundi þá óttast hann það að félög gætu hætt því að að mæta í holdinu og við myndum þá glata því að hittast og vera saman í eigin persónu.
Við þurfum á þessum tengslum að halda. Mögulega ástæða til að beina því til stjórnar að ræða þessa þörf á breytingum og ákveða hvað á að gera.
Inga spyr hvort við eigum tölfræði yfir mætingu á þingin síðustu ár.
Hörður svara að því að þetta sé allt til en ekki búið að taka það formlega saman. Hörður og Vilborg svara því að það séu yfirleitt fulltrúar frá 17-20 félögum sem mæta á Bandalagsþing.
Ingveldur talar að það beina því til stjórnar að ræða um mikilvægi þess að örva þátttöku hjá félögum sem hafa ekki verið að mæta og ef það væri streymi, ekki bara frá formlegum fundi heldur líka frá félagslega þættinum þannig að fólk átti sig á því af hverju það er að missa.
Þetta gæti haft örvandi áhrif þannig að fólk átti sig hvað fer fram á Bandalagsþingi.
Hörður lýsir yfir ánægju sinni yfir því að að Leikfélag Sauðárkróks hafi sent fulltrúa á þingið því yfirleitt skarast það við Sæluvikuna þeirra.
Sigurlaug segir frá því að þau viti alveg af hverju þau eru að missa en þau frumsýna alltaf helgina fyrir Bandalagsþing. Þau hafa alltaf gefið haustþingi sitt atkvæði og gætu mögulega fylgst með streymi þessa helgi ef það væri í boði en myndu samt ekki vilja sleppa því að koma ef þau gætu.
Guðfinna stígur í pontu og talar um það á IATA þingi hafi verið boðið upp á proxy atkvæði. Þ.e. að fulltrúi félags sem mætir á fundinn fari með atkvæði fyrir annað félag. Þetta er í lögum IATA og ef við ætluðum að nýta okkur proxy atkvæði þá þyrftum við að breyta lögunum okkar. Stjórn mun skoða það hvað þarf að gerast til að annað hvort sé hægt að greiða atkvæði rafrænt eða vera með proxy atkvæði og streymi.
Vilborg stígur aftur í pontu og stingur upp á samin sé tillaga um að stjórn taki þetta upp á næsta starfsári eða að bæta þessu við starfsáætlun.
Ólöf bendir á að þetta sé tillaga og bendir einnig fundarmönnum á það að vera formleg og muna eftir að ávarpa fundarstjóra.
Vilborg þakkar fyrir það og stingur upp á að við tökum matarhlé í 20 mínútur.
Matarhlé
Guðfinna stígur í pontu og leggur tillögu fyrir fundinn.
“Aðalfundur BÍL, haldinn í Kópavogi 19. september leggur til að stjórn skoði hvort breyta eigi lögum til að opna fyrir rafræna þátttöku og atkvæðagreiðslu á aðalfundum BÍL.”
Vilborg stígur í pontu og gengið er til atkvæðagreiðslu um tillöguna og er hún samþykkt samhljóða.
- Starfsáætlun afgreidd.
Vilborg biður fund að ganga til atvæða um starfsáætlun.
Guðfinna kemur með breytingatillögu að starfsáætlum um að halda áfram upp á 70 ára afmæli.
Starfsáætlun er samþykkt með breytingu með öllum atkvæðum
- Stjórnarkjör.
Dýrleif stígur í pontu og kynnir þá sem hafa boðið sig fram í aðalstjórn, kjósa þarf í þrjú sæti, Ólöf Þórðardóttir (Leikfélaga Mosfellsbæjar) og Anna María Hjálmarsdóttir (Freyvangsleikhúsinu) gefa kost á sér áfram og Jónheiður Ísleifsdóttir (Leikfélagi Selfoss) gefur einnig kost á sér í aðalstjórn.
Þær eru kjörnar í stjórn með lófaklappi.
Í varastjórn þarf að kjósa tvo til tveggja ára og einn til eins árs. Fjórir eru í framboði til varastjórnar Sigríður Hafsteinsdóttir (Leikfélagi Selfoss), Magnþóra Kristjánsdóttir (Leikfélagi Ölfuss), Anna Margrét Pálsdóttir (Leikfélagi Kópavogs) og Þórfríður Þórarinsdóttir (Leikfélagi Norðfjarðar).
Frambjóðendur kynna sig og Hörður flytur framboðsræðu Þórfríðar þar sem hún er ekki á staðnum.
Kosningaseðlum er útdeilt til 12 atvæðisbærra þátttakenda og safnað aftur af kjörnefnd.
Atkvæði eru lesin upp og talin af formanni og fundarstjóra.
Umræða um hvort það eigi að ógilda seðla sem eru ekki með réttum nöfnum. Borið undir fund hvort Hólmfríður gildi sem Þórfríður og Anna María sem Anna Margrét.
Talið verður án seðla með röngum nöfnum og ákveðið að skoða í lokin hvort þeir hafa áhrif á niðurstöður.
Kjörnefnd fer afsíðis til að ræða málið og hefur ákveðið að atkvæðin séu gild.
Talning er kláruð.
Niðurstaðan er:
Anna Margrét – 7 atkvæði – kosin til eins árs í stað Jónheiðar sem var í varastjórn og átti eitt ár eftir en var kosin í aðalstjórn
Sigríður – 6 atkvæði – ekki endurkjörin í varastjórn
Þórfríður – 12 atkvæði – kosin til tveggja ára
Magnþóra – 11 atkvæði – kosin til tveggja ára
- Kosning 3ja manna kjörnefndar og eins varamanns til eins árs.
Kjörnefnd er endurkjörin, Dýrleif, Gerður og Sigga Lára og Axel Vatnsdal til vara.
- Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga og einn til vara til eins árs.
Dýrleif og Oddfreyja gefa áfram kost á sér sem skoðunarmenn reikninga og varamaður er Ásgeir Hvítaskáld.
- Ákveðið árgjald til Bandalagsins.
Gísli stígur í pontu og leggur til að ágjöld Bandalagsins verði eftirfarandi:
Tillaga stjórnar að árgjaldi leikárið 2020-2021
Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga leggur til að árgjöld aðildarfélaga fyrir leikárið 2020-2021 verði kr. 82.000.
Félög sem setja upp tvær styrkhæfar sýningar á leikárinu borgi eitt og hálft gjald eða kr.123.000 og félög sem setja upp þrjár sýningar eða fleiri borgi tvöfalt gjald eða kr. 164.000.
Félög sem setja ekki upp styrkhæfa sýningu á leikárinu borgi hálft árgjald eða kr. 41.000.
Gísli útskýrði að hækkunin væri í samræmi við launavísitölu milli áranna 2020-2021 eða 8,77%.
Gengið er til atkvæða um tillögu stjórnar um árgjald og hún samþykkt samhljóða.
- Önnur mál
Guðfinna kemur í pontu og ræðir um að venjulega hefur ákvörðun um að taka hluta af styrk til leikfélaganna til reksturs þjónustumiðstöðvar verið borin undir aðalfund en vegna frestunar aðalfundar var þessi ákvörðun tekin af stjórn og voru teknar 1.750.000 kr. af verkefnastyrknum. Þetta er gert til að létta undir rekstur þjónustumiðstöðvar.
Jónheiður stígur í pontu og þakkar fyrir kjör í aðalstjórn. Hún hlakkar til samstarfsins með stjórn og framkvæmdarstjóra Bandalagsins.
Sigríður stígur í pontu og þakkar fyrir samstarf og óskar ný kjörnum stjórnar og varastjórnarkonum til hamingju.
Þórfríður stígur rafrænt í pontu með aðstoð Harðar og þakkar fyrir sig.
Ólöf stígur í pontu og talar um Leikfélag Mosfellsbæjar. Þau stefna á að frumsýna Stuart litla í Október og barnastarfið er í fullum gangi.
Vilborg bíður fulltrúum leikfélaga að stíga í pontu og kynna starf sitt.
Anna Margrét formaður Leikfélags Kópavogs talar um að hætt hafi verið við að taka Fjallið upp aftur í haust en mögulega verður það gert eftir áramót. Barnastarf er í gangi í samstarfi við Leynileikhúsið. Stefnt er að fullorðinsnámskeiði í haust sem Hörður mun sjá um.
Valdimar frá Leikfélagi Hveragerðis stígur í pontu og talar um að þau langi til að gera eitthvað í haust en það hefur ekki verið ákveðið hvað það verður. Barnastarf er í gangi í samstarfi við Leynileikhúsið og spunanámskeið á döfinni.
Ingveldur Lára frá Leikfélagi Hafnarfjarðar talar um að þau hafi fengið endurnýjaðan samning um húsnæði í Kapellu gamla Skt Jósepsspítala til eins árs + heitt vatn og auka salerni, komin með starfsleyfi. Ekki gekk að æfa Ferðamaður deyr á netinu. Voru með nokkur fjarverk síðasta vetur. Eru búin að setja af stað höfundasmiðju einu sinni í viku og opin hús. Undirbúningur að “hinu vikulega” er hafinn. LH ætlar að taka upp æfingar af ferðamanninum en mögulega ekki fyrr en í vor. Ætla að setja á dagskrá námskeið fyrir eldri borgara, höfundanámskeið og jólaævintýri í Hellisgerði. Ekki skipulagt barna eða unglingastarf. Eru að byggja upp eftir heimilisleysi – gámaleikhús ekki vænlegt.
Þórarinn frá Hugleik segir frá því að þau náðu að sýna og nóv og des. Óperu samstarfs verkefni var frestað frá í vor fram á haust og hefur verið frestað aftur. Sýningarhúsnæðið sem þau voru með fyrir áramót var breytt í geymslu. Leikaranámskeið í æfingahúsnæði og stuttverka dagskrár. Grasrótarstarf í gangi fyrst ekki er hægt að æfa nýtt verk.
Sigríður frá Leikfélagi Selfoss segir frá því að þau frumsýndu Djöflaeyjuna í vetur og sýndu þrjár sýningar. Fyrirhugað að hefja æfingar aftur á mánudaginn en óvissa vegna nýjustu frétta. Stefnt er á námskeið í vor. Það voru sumarnámskeið fyrri börn í fyrra sumar og stefnt á að halda áfram með þau. Ýmsir fastir liðir á plani ef hægt er. Fer eftir stöðunni.
Anna María frá Freyvangsleikhúsinu segir frá því að þau sýndu 9 sýningar af Dagbók Önnu Frank. Það kenndi henni að tækla ástandið. Planið var að byrja að sýna aftur þessa helgi eða æfa á mánudaginn.
Ágúst frá Leikfélagi Hólmavíkur segir frá því að þau sýndu tvær sýningar af leikgerð af Stellu í Orlofi, ætluðu að taka upp aftur með haustinu, en Covid stoppaði það.
Guðríður hjá Halaleikhópnum segir frá því að þau hafi lent í sömu vandræðum og aðrir. Eru búin að ráða Sigrúnu Valbergs til að leikstýra tveimur einþáttungum, Gular baunar og Aldrei fer ég suður, þau byrja í nóvember og sýna í kjölfarið.
Sigurlaug hjá Sauðárkróki segir frá því að þau hafi verið með tvær sýningar á ári barnasýning að hausti og farsa á vori. Voru byrjuð að æfa en þurftu að hætta. Stefna ótrauð á vorið 2021. Nýta haustið til að vera með lítið verk í barnastarfið. Fóru til sveitarstjóra og hann varð við ósk þeirra um nýtt húsnæði. Þau eru að standsetja það í covid ástandinu.
Ármann hjá Sýnum. Sýnir var ekki virkt seinasta vetur. Ekkert sérstakt í plönunum. Þegar önnur leikfélög eru í lamasessi, smitast það í leikfélagið Sýnir.
Hörður Sigurðarson. Hann hefði kosið að félög sem voru að kynna sína starfsemi hér á fundinum sendi sér einmitt þessar fréttir til hans með góðum myndum af andlitum til að setja á vefinn til að kynna starfsemi leikfélaganna. Hann stiklaði á stóru með ýmsa hluti. Hægt er að fá aðgang að BÍL aðgangi Vimeo, þar er töluvert mikið geymslupláss, fyrir öll leikfélög næstu 7-9 ár.
Hörður skilaði kveðju til fundarins frá Sigrúnu Valbergsdóttur.
Miklar breytingar urðu á vefnum þennan vetur. Við vorum komin í óefni með vefinn, hann var ekki að virka og núna er komin greiðslugátt á leikhúsbúðinni á vefnum. Hörður er farinn að setja inn kennslumyndbönd á ýmsum vörum á vefinn. Hann hvatti fólk til að kíkja á það.
Haldinn verður aðalfundur 2021, leiklistarhátíð verður haldin í tengslum við það og lagði hann til að fólk færi strax að hugsa um hvað þau ætli að senda þangað, finna góðan þátt eða þætti og koma með á aðalfund næsta vor.
Hörður vill opna á vefnum leikæfingabanka. Gagnabanki með leiklistaræfingum sem hægt er að leita í með ýmsum hætti. Sótt var um styrk fyrir hann hjá Rannís en því var hafnað. Hugmyndin er að þegar hann er opnaður, þá geti skólar og aðrir hópar keypt sér áskrift og þannig skapað tekjur fyrir Bandalagið reglulega. Gagnabankinn myndi vera byggður upp og þróaður og alltaf hugað að því að bæta inn í hann. Jafnvel kennsluáætlanir þegar fram í sækir. Endilega láta vita ef fleiri en Guðfinna og Gísli hafa áhuga að taka þátt í þessu.
- Næsti aðalfundur, hugmyndir reifaðar um stað og stund
Ólöf tók til máls og kynnti staðsetningu. Keflvíkingar flytja 2020 tilboð sitt til 2021. Þ.a. næsti aðalfundur verður í Keflavík vorið 2021. Keflvíkingar eru með sitt eigið leikhús, þar verður leiklistarhátíðin í tengslum við aðalfundinn.
Vilborg lokaði dagskrá og þakkaði samstarfið í dag.
Guðfinna hvatti fólk til að hittast og spjalla, í leikhúsinu eða á kaffihúsum, hugsa út fyrir kassann. Ekki hætta að hittast. Hugsa um framtíðina eins og Hörður nefndi. Því fleiri sem koma með verk á hátíðina, því betra. Segja frá starfsemi leikfélaganna, þarf ekki að vera merkilegt, deila því á leiklist.is.
Hún þakkaði Þráni fyrir samstarfið til fjölda ára. Þakkaði líka Siggu fyrir samstarfið og bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Hún þakkaði Vilborgu fyrir fundarstjórn og yndislega nærveru og að lokum þakkaði hún LK fyrir að hýsa okkur og fæða okkur þennan dag.
Guðfinna sleit fundi kl. 13:40