Þetta er námskeið sem rannsakar  gleði og léttleika trúðsins. Það byggir á evrópskri trúðahefð sem notar rauða nefið (minnstu grímu í heimi). Námskeiðið býður þér upp á tækifæri til að draga fram þinn eigin trúð og gefur þér möguleika  á að kynnast veröld  þar sem trúðurinn þinn notar ýmsar aðferðir og tækni úr leikhúsinu á auðveldan hátt.  Þetta er jákvæð veröld þar trúðurinn segir alltaf já og mistök eru gjöf. Leiðbeinandi er Virginia Gillard.

Virginia Gillard er áströlsk/bresk leikkona sem býr og starfar núna á Íslandi. Hún lærði trúðleik hjá Philippe Gaulier í París og London og hjá Pierre Byland í Sviss og Skotlandi. Hún hefur starfað síðustu 10 ár hjá skosku mannúðarsamtökunum Hearts and Minds sem trúðalæknir með sjúkum börnum og fjölskyldum þeirra og með öldruðum sem glíma við elliglöp. Hún hefur einnig þjálfað leikara og heilbrigðisstarfsfólk. Virginia hefur starfað með ýmsum leikhópum í Bretlandi og má þar nefna, Clandestine Clown troupe Plutot La Vie sem hefur sýnt á hátíðum í Skotlandi og Evrópu. Hún hefur einnig starfað með fólki úr ýmsum þekktum leikhópum eins og Theatre de Complicite, The Right Size, Theatre San Frontiers, Benchtours, Spymonkey og Told by an Idiot. Hún stofnaði líka ásamt íslenska leikstjóranum Ágústu Skúladóttir Gargoyle Theatre í London.

Námskeiðið hefst  þriðjudaginn 11 október kl. 19.30 og lýkur 29. nóvember. Kennsla fer fram einu sinni í viku á þriðjudögum kl. 19:30 og stendur yfir í tvo tíma og fer fram í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti í Hafnarfirði. Námskeiðsgjald er 24.000. Námskeiðið er fyrir 18 ára og eldri. Hámarksfjöldi nemenda er 15. Athugið að stéttarfélög veita styrk til þátttöku í námskeiðum.

Upplýsingar og skráning fer fram í síma 5655900 og á namskeid@gaflaraleikhusid.is

{mos_fb_discuss:3}