Leiklistarskóli BÍL var settur að Húnavöllum í morgun í 18. sinn. 49 nemendur hófu þá nám á þremur brautum, 18 á Leiklist I hjá Ágústu Skúladóttur, 15 á sérnámskeiði fyrir leikara hjá Rúnari Guðbrandssyni og 16 á Leikritun II hjá Karli Ágústi Úlfssyni. Skólastýrurnar Dýrleif Jónsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir settu skólann sem stendur til sunnudagsins 22. júní. 

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga hefur starfað í núverandi mynd síðan vorið 1997. Árlega síðan hefur skólinn starfað í 9 daga á ári, venjulega í júní og hefur verið boðið upp á mikinn fjölda námskeiða sem sótt hafa verið af á þriðja hundrað nemendum. Skólinn hefur sjaldan verið fjölmennari en í ár. 

 

skoli_leiklist1

Nemendur á Leiklist I