ALÞJÓÐLEGA SVIÐSLISTAHÁTÍÐIN Í REYKJAVÍK EVERYBODY´S SPECTACULAR er árleg sviðslistahátíð sem blásið er til af LÓKAL og Reykjavík Dance Festival. Hátíðin, sem fram til þessa hefur verið haldin í lok ágústmánaðar, fer nú fram í nóvember og verður þar með enn sterkari hluti menningarvetrarins í höfuðborginni.

EVERYBODY´S SPECTACULAR er einstakur vettvangur fyrir þá sem vilja kynna sér nýjustu strauma og stefnur í sviðslistum. Dagskráin teygir sig yfir 5 daga, frá miðvikudegi til sunnudags, og er sem fyrr þéttskipuð og afar fjölbreytt. Boðið verður upp á frumsýningar á íslenskum verkum eftir marga af framsæknustu sviðslistamönnum landsins, í bland við ný verk virtra, alþjóðlegra listamanna. Einnig verða bráðnauðsynlegar umræður um listina og lífið, vinnustofur og aðrir viðburðir sem eiga við á þeirri mögnuðu stund þegar glugginn inn í hina litríku veröld sviðslistanna opnast upp!

Frábærar sýningar, spennandi umræður, vinnustofur, partístuð …

EVERYBODY´S SPECTACULAR er leikvöllur fyrir fjölþætta fagurfræði, gleði, alvarleika, húmor, erindi og drifkraft. Við tökumst á við aðkallandi spurningar í samtímanum, bregðum hvunndeginum undir sjóngler og fögnum margbreytileika hans.

Sjá dagskrá og allar upplýsingar.