Listastundin í Tjarnarbíó: verk í vinnslu og nýjar sýningar kynntar

Nú er komið að því!

Leikárið er farið af stað af krafti og því ekki seinna vænna en að opna dyrnar og skyggnast á hvað listamenn Tjarnarbíós eru að skapa og skipuleggja.

Á Arty Hour eru kynnt verk sem verið er að setja upp í húsinu og ýmislegt annað forvitnilegt sem er að ske.

Á þrettánda slíka viðburðinum, miðvikudaginn 23. september kl. 20:00, koma eftirtaldir fram:

Marta Nordal kynnir nýja verkið sitt, Nazanin, sem var frumsýnt á Lókal á dögunum og er nú í sýningum

Tinna Hrafnsdóttir kynnir leikritið Lokaæfingu, eftir Svövu Jakobsdóttur, sem verður frumsýnt 4. október næstkomandi

– Franski dávaldurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Gurwann Tran Van Gie sýnir myndina Honest Experience á RIFF og verður með dáleiðslu að sýningu lokinni. Hann segir frá því verkefni

Northern Marginal Festival er finnsk menningarhátíð og hluti hennar, stuttmyndir og heimildamyndir um jaðarmenningu í finnskri tónlist, fer fram í Tjarnarbíó

Reykjavík International Film Festival (24. sept. til 4. okt.) fer fram að hluta í Tjarnarbíó. Á dagskránni í húsinu verða kvikmyndasýningar, tónleikar með Cory McAbee og þátttökukvikmyndasýning með The Kissinger Twins. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir kemur og segir frá

Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna, afhjúpar áhugaverða tölfræði um sviðslistaheiminn sem hann hefur tekið saman