Eftir stranga æfingatörn undanfarnar vikur frumsýnir Leikfélag Hofsóss nú í kvöld gamanleikinn Enginn með Steindóri eftir Nínu Björk Jónsdóttur. Þetta er fyrsta og enn sem komið er, eina leikrit Nínu Bjarkar í fullri lengd en hún hefur skrifað nokkra  styttri þætti fyrir leiksvið. Leikarar eru 9 talsins en auk þess kemur fjöldi aðstoðarmanna að sýningunni. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.

Leikritið fjallar á gamansaman hátt um fjölskyldu bankastjórans Kristjáns Húnboga og Sigríðar Ingibjargar, konu hans, sem rekur „vel þekkt“ listagallerí. Þau hafa boðið tilvonandi tengdafjölskyldu yngri dótturinnar í heimsókn og valda gestirnir talsverðu uppnámi á heimilinu þar sem þau tilheyra ekki „alveg réttri“ þjóðfélagsstétt. Eins og í flestum góðum gamanleikritum koma  svo ýmis leyndarmál i ljós.

Sýningar eru sem hér segir:
Frumsýning föstudag 16. mars kl. 20.30
2. sýning laugardag 17. mars kl. 20.30
3. sýning miðvikudag 21. mars kl. 20.30
4. sýning föstudag 23. mars kl. 20.30
5. sýning sunnudag 25. apríl kl.20.30
6. sýning miðvikudag 4. apríl kl. 20.30
7. sýning fimmtudag 5. apríl kl. 23.00
Lokasýning laugardag 7. apríl kl. 20.30

Miðapantanir eru í síma 893-0220 milli kl. 13.00 og 18.00 sýningardagana. Miðaverð kr. 2500 f. fullorðna, kr. 2000 f. ellilífeyrisþega og kr. 1000 f. börn 6-14 ára.

Veitingastofan Sólvík mun bjóða upp á leikhúsmatseðil í tengslum við fjórar sýninganna.  Upplýsingar gefur Dídí í síma 861-3463.

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu félagsins.

{mos_fb_discuss:2}