Leikritunarsjóðurinn Prologos auglýsir eftir umsóknum vegna sjöttu úthlutunar úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2010, en úthlutað verður í október. Annars vegar er auglýst eftir hugmynd að leikriti, hinsvegar eftir hugmynd að leiksmiðju- eða tilraunaverkefni. Nánari upplýsingar og fyrirmæli um gerð umsókna er að finna á heimasíðu Þjóðleikhússins. Umsóknir skal senda með tölvupósti á netfangið prologos@leikhusid.is eða í almennum pósti, merktar: Þjóðleikhúsið, Prologos, Lindargötu 7, 101 Reykjavík.

Leikritunarsjóðurinn Prologos hefur nú starfað við Þjóðleikhúsið í rúm tvö ár og er honum ætlað að efla íslenska leikritun og hvetja til nýsköpunar í leikhúsinu. Óhætt er að segja að sjóðurinn hafi boðið leikhúsfólki mikilsverð tækifæri til að vinna að list sinni, en nú þegar hafa alls fjórtán leikskáld og ellefu leiksmiðjuverkefni hlotið styrk úr sjóðnum. Af þeim verkefnum sem hafa hlotið styrk, hafa átta nú þegar verið sýnd eða eru komin á verkefnaskrá. Þrjú þeirra eru sýnd í Þjóðleikhúsinu í vetur, meðal annars á leiklistarhátíðinni Lókal, og eitt á Reykjavík Dance Festival.

Fagráð sjóðsins fjallar um innsendar umsóknir og mælir með verkefnum, en stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um úthlutun. Í fagráði Prologos sitja Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Stefán Jónsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Í sjóðstjórn sitja Bjarni Ármannsson, Kristbjörg Kjeld og Tinna Gunnlaugsdóttir.

{mos_fb_discuss:3}