ImageKómedíuleikhúsið stendur árlega fyrir leiklistarhátíðinni ACT ALONE á Ísafirði yfir sumartímann. ACT ALONE er helguð einleikjum og er meðal fárra slíkra sem helga sig þessu sérstaka leikhúsformi. Það er ekki eina sérkenni hátíðarinnar því frá upphafi hefur verið ókeypis á ACT ALONE og gefst því fólki frábært tækifæri á að komast frítt í leikhús og um leið að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform.

Hátíðin verður haldin að Hömrum á Ísafirði dagana 29. júní til 2. júlí 2006.

ACT ALONE 2006

Dagskrá Act alone 2006 er mjög glæsileg með átta íslenskum einleikjum og þremur erlendum gestaleikjum. Óhætt er að segja að stærsti viðburður hátíðarinnar sé koma Bandaríska leikarans Eric Bogosian sem er eitt stærsta nafnið í einleikjaheiminum síðustu tvo áratugi. Leikir hans hafa unnið til fjölmargra verðlauna og hafa verið sýndir við miklar vinsældir. Á Act alone mun hann sýna leikinn The worst of Eric Bogosian. Nýjung á Act alone í ár er að nú verður einnig boðið uppá leiklistarnámskeið. Það er rétt að hafa hraðan á og skrá sig sem fyrst á námskeiðin því þátttakendafjöldi er takmarkaður. Endanleg dagskrá Act alone 2006 verður birt þegar nær dregur hátíð.

Einleikir:
DIMMALIMM
GÍSLI SÚRSSON (á ensku)
GLÆSIBÆJAREINTÖLIN
LÍNUÍVILNUN
MIKE ATTACK
MJALLHVÍT
SÚPAN HENNAR GRÝLU
ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN

Erlendir gestaleikir:
HISTORY OF MY STUPIDITY, Króatía
OTOMOTO, Danmörk
THE WORST OF ERIC BOGOSIAN, Bandaríkin

Leiklistarnámskeið:
KÓMEDÍU OG GRÍMULEIKUR
Kennari: Ole Brekke
Þáttökugjald 4.000.- kr.

UPPISTAND OG TRÚÐUR
Kennari: Zeljko Vukmirica
Þáttökugjald 4.000.- kr.

Nánari upplýsingar á vefsíðu ACT ALONE http://www.actalone.net/