Leikfélagið Peðið gefur ekkert eftir og býður uppá 3 aukasýningar á óperunni Bjarmalandi II eftir Jón Benjamín Einarsson. .Sýnt er í Kjallaranum Laugarvegi 73 og miðapantanir eru í síma 866 7677. Tónlist og leikstjórn er í höndum Andreu Gylfadóttur. Velkomin til  Bjarmalands!

Aukasýningar eru:
Föstudaginn 23. nóvember kl. 20.00

Laugardaginn 24. nóvember kl. 17.00
Sunnudaginn 25. nóvember kl. 17.00

Bjarmaland II er sjálfstætt framhald óperunnar Bjarmaland, rísandi land, sem flutt var af Leikfélaginu Peðinu í fyrra. Þá kynntumst við ástföngnu fólki sem var í giftingarhugleiðingum á barnum. Við fylgdumst með ástfangna parinu og urðum vitni að ofsafenginni ást bónda og femínista. Pörin tvö notfærðu sér það að á barnum var staddur prestur og giftu sig “med det samme”.

Nú er komið að brúðkaupsferð ástfangna parsins sem ferðast innanlands, enda sannir Bjarmlendingar þar á ferð. En við þjóðveginn leynist hætta fyrir grandalausa ferðamenn, nefnilega þjóðvegakindin. Eins ber að varast að taka of mikið mark á syngjandi dýrum. Þessu þarf að passa sig á, eigi ekki illa að fara.