ImageImageKeppni í leikhússporti á milli Leikfélags Reykjavíkur og Leikfélags Akureyar fer fram fimmtudaginn 25.maí (Uppstigningardag). Keppnin hefst klukkan 22:30 á Litla sviðinu.
 

Keppendur eru: Bergur Þór Ingólfsson, Friðrik Friðriksson, Gunnar Hansson og Hildigunnur Þráinsdóttir sem keppa fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur og Álfrún Örnólfsdóttir, Esther Talia Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Maríanna Clara Luthersdóttir sem keppa fyrir hönd Leikfélags Akureyrar.
 
Kynnar: Edda Björg Eyjólfsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson.
Stigavörður: Aðalheiður Árnadóttir.
Dómnefnd: Gísli Marteinn Baldursson, Ugla Egilsdóttir og Dofri Hermannsson sem nú eru öll í framboði vegna borgarstjórnarkosninganna á laugardaginn.
 
Öllum verður boðið uppá banana í boði BananaGroup sem einnig gefur glæsilegan farandbikar í verðlaun. Ef þér finnst gaman að hlægja skaltu ekki láta þig vanta á þennan einstaka viðburð í Borgarleikhúsinu þar sem rjómi gamanleikara LR og LA fara á kostum.
 
Aðeins þetta eina skipti. Miðaverð 1.000.