Eftir frábærar viðtökur á Saknað eftir Jón Gunnar Þórðarson hafa Leikfélag Akureyrar og Silfurtungið ákveðið að bæta við  einni aukasýningu á verkinu laugardaginn 3.desember klukkan 19.00. 10 ár eru liðin frá hvarfi Önnu Taylor. Fjölskyldan lifir enn í þeirri von að einn daginn muni Anna koma heim. Líf þeirra stendur í stað, en skyndilega kemur vísbending; Anna Taylor gæti verið á lífi, en hver tók hana og hvar hún er niðurkomin veit enginn, nema sá seki og Anna. Boðið verður upp á umræður með höfundi og leikurum eftir sýninguna á laugardaginn.

Verkið fjallar um fjölskyldu Önnu, leitina og tilraunir fjölskyldunnar til að viðhalda heiðri og mannorði þeirra hreinu. Þetta er dramatískt verk sem gerist allt á heimili fjölskyldunnar og krefst mikils af leikurunum. Leikarar eru Ívar Helgason, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Jana María Guðmundsdóttir, Kári Viðarsson og Ólafur Ingi Sigurðsson. Leikmynd gerði Mekkín Ragnarsdóttir.

Jón Gunnar Þórðarson setti upp leikritið Lilja á vegum Silfurtunglsins í Englandi og síðar í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Sú sýning fjallaði um mansal og dökku hliðar mannkynsins. Þar lék Jana María Lilju og Ólafur Ingi vin hennar Volodja, nú stíga þau aftur á svið en umfangsefnið er annað en þó nátengt, týnd börn.

{mos_fb_discuss:2}