Leikrit norska barnavinarins Thorbjörns Egners hafa notið ómældra vinsælda hjá íslensku þjóðinni allt frá því að Kardemommubærinn var sviðsettur í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn árið 1960. Alls hafa yfir 300.000 áhorfendur séð leikrit Egners Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn, Síglaða söngvara og Karíus og Baktus í Þjóðleikhúsinu á þeirri ríflega hálfu öld sem liðin er frá því að persónur hans stigu þar fyrst á svið. Nú á hundrað ára afmæli Thorbjörns Egners (1912-1990) er enn á ný komið að því að kynna nýjum kynslóðum hið dásamlega leikrit hans um íbúa Hálsaskógar, og leyfa þeim eldri að rifja upp gömul kynni.

Leikritið hefur fjórum sinnum áður verið sviðsett hér í Þjóðleikhúsinu, árin 1962, 1977, 1992 og 2003. Frumsýningin á Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu í nóvember árið 1962 var jafnframt fyrsta frumsýning verksins í heiminum þar sem leikarar fóru með hlutverkin, en áður hafði verkið verið flutt í brúðuleikhúsi í Noregi. Í haust fögnum við því hálfrar aldar sýningarafmæli leikritsins. Og nú eru það þeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ævar Þór Benediktsson sem bregða sér í hlutverk félaganna Mikka refs og Lilla klifurmúsar, en auk þeirra stígur á svið fjöldi leikara, barna og tónlistarmanna.

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Tónlist: Christian Hartmann og Thorbjörn Egner. Tónlistarstjórn: Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben. Aðstoðarleikstjóri: Orri Huginn Ágústsson. Þýðing: Hulda Valtýsdóttir. Ljóðaþýðingar: Kristján frá Djúpalæk.

Leikarar: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ævar Þór Benediktsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Jóhann G. Jóhannsson, Baldur Trausti Hreinsson, Ragnheiður Steindórsdóttir/Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Snorri Engilbertsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmir Jensson, Orri Huginn Ágústsson/Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir.

Börn: Agla Bríet Gísladóttir, Alexandra Björk Magnúsdóttir, Andrea Birna Guðmundsdóttir, Áslaug Lárusdóttir, Benedikt Gylfason, Egill Breki Sigurpálsson, Elva María Birgisdóttir, Grettir Valsson, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Hekla Nína Hafliðadóttir, Helena Clausen Heiðmundsdóttir, Hildur Clausen Heiðmundsdóttir, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Steinunn Lárusdóttir, Svava Sól Matthíasdóttir, Vera Stefánsdóttir.

Hljómsveit: Baldur Ragnarsson, Gunnar Ben, Matti Kallio / Kjartan Valdemarsson, Rebekka Bryndís Björnsdóttir / Darri Mikaelsson, Grímur Helgason / Baldvin Ingvar Tryggvason, Emil Friðfinnsson / Sturlaugur Jón Björnsson.

Frumsýning á Stóra sviðinu 8. september.

Táknmálstúlkar verða í Hálsaskógi þann 29. september.