Leikfélag Selfoss frumsýnir spunaverkið og gamanleikinn Hið dularfulla hvarf hollvinafélagsins, föstudaginn 4. mars í litla Leikhúsinu við Sigtún. Verkið fjallar um Hollvinafélag sunnlenskra þjóðsagna sem heldur af stað í ferðalag á slóðir sunnlenskra þjóðsagna. Undarlegir atburðir fara að gerast og einn af öðrum byrja meðlimir félagsins að hverfa með dularfullum hætti. Andi Móra, álfa og trölla svífa yfir í þessum gamanleik sem samin er af leikhópi ásamt leikstjóranum Gunnari Birni Guðmundssyni.

Gunnar Björn hefur komið víða við á leikstjórnarferli sínum og leikstýrt meðal annars síðustu tveimur áramótaskaupum, kvikmyndunum Astrópíu og Gauragangi sem og fjölmörgum áhugaleiksýningum.

Önnur sýning verður sunnudaginn 6. mars, þriðja sýning fimmtudaginn 10. mars og fjórða sýning föstudaginn 11. mars. Sýningar hefjast klukkan 20.30. Miðapantanir í síma 482-2787.

{mos_fb_discuss:2}