Leikfélag Fjallabyggðar frumsýndi leikverkið Bjargráð eftir Guðmund Ólafsson 14. mars síðastliðinn. Verkið er gamanleikur með söngvum og er höfundurinn Guðmundur Ólafsson, jafnframt leikstjóri.
Leikurinn gerist í litlu bæjarfélagi þar sem allt er í kaldakoli og allt útlit fyrir að það fari á hausinn. Fjárhagurinn í tómu tjóni og íbúar ekki ánægðir með bæjarstjórnina.
Hin frábæra og stórskemmtilega hljómsveit Ástarpungarnir sér um hljóðfæraleikinn og tekur þátt í sýningunni. Sýnt er í Menningarhúsi Fjallabyggðar Ólafsfirði.
Nánar má fræðast um sýninguna á Facebook-síðu félagsins.
Miðapantanir:
Hanna Bryndís sími 6161762 milli kl.16 og 18
Vibekka 8485384 milli kl.16 og 18