Nýtt íslenskt sviðsverk samið og flutt af Urði Hákonardóttur, Valgerði Rúnarsdóttur og Þyri Huld Árnadóttur, verður frumsýnt í Kassanum fimmtudaginn 16. janúar klukkan 20. Aðrar sýningar verða 17. 25. og 26. janúar. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og unnið í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Við lögðum upp í rannsóknarleiðangur um raunveruleikann. Snerumst í hringiðu óendanlegs sívalnings. Hvernig finnur maður mörk ímyndunaraflsins? Hvernig sannar maður hið ósannreynanlega? Hvernig skilgreinir maður hið trúlega frá hinu ótrúlega? Hver er minn raunveruleiki? Hver er þinn?  
Í verkinu er skynfærunum boðið í ferðalag, mögulega á vit hins óraunverulega.