Eitt er víst það verður mikið stuð þegar þessir vestfirsku jólasveinar koma aftur til byggða og líklegt að þeir muni mála bæinn rauðann að hætti jólasveina. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, skapari jólasveinanna vestfirsku og allrar umgjörðar er Marsibil G. Kristjánsdóttir, Þórarinn Hannesson er höfundur jólasveinavísna og leikstjóri er Ársæll Níelsson.
Bjálfansbarnið og bræður hans verður frumsýnt laugardaginn 26. nóvember í Listakaupstað á Ísafirði. Önnur sýning verður sunnudaginn 27. nóvember og eftir það verður sýnt allar helgar í desember og sérstök hátíðarsýning verður milli jóla- og nýjárs. Sýningar hefjast kl. 14.
Forsala aðgöngumiða er í Vestfirzku verzluninni Ísafirði og miðasölusími er 891 7025. Nánari upplýsingar um jólaævintýrið má nálgast á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is
{mos_fb_discuss:2}