Ungmennafélag Reykdæla frumsýnir 1. mars nk. leikritið Bar par eftir Jim Cartwright.  Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson, og er þetta þriðja skiptið í röð sem hann leikstýrir hjá UMFR. Leikendur, sem eru tólf talsins, eru á ýmsum aldri, sá yngsti 10 ára og sá elsti á óræðum aldri. Sumir að taka þátt í sinni fyrstu sýningu, en aðrir hafa leikið í hinum ýmsum verkum sem UMFR hefur sett upp undanfarna áratugi. Leikmynd, búningar og tæknileg útfærsla er í höndum félaga í UMFR.

Leikritið Bar-par gerist á einu kvöldi á krá í smábæ á Norður-Englandi. Þangað eiga erindi ýmsir aðilar, fastagestir sem og nýir viðskiptavinir.  Sumir mæta til að drekkja sorgum sínum, á meðan aðrir skála til að fagna. Spilað er á allan tilfinningaskalann og svo er bara að mæta á sýningu til að sjá og upplifa.  Þó sögustaðurinn sé krá, er leiksýningin fyrir alla fjölskylduna.