Fimmtudaginn 30. september verður erótíska hryllingskómedían Bannað börnum frumsýnd í Freyvangsleikhúsinu í Eyjafjarðarsveit. Bannað börnum sem er leikrit í fullri lengd er nýjasta viðbótin í „Haustverkefni Freyvangsleikhússins“ sem hleypt var af stokkunum síðasta haust með uppsetningu á Memento Mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Bannað börnum er frumsamið verk eftir fjóra meðlimi Freyvangsleikhússins, þá Daníel Frey Jónsson, Hjálmar Arinbjarnarson, Karl Pálsson og Sverri Friðriksson en Daníel leikstýrir jafnframt sýningunni. Verkið var samið núna í sumar og byggir á íslenskum þjóðsögum um álfa og uppvakninga þó það gerist í nútímanum.
Ungur maður hefur komist á snoðir um undarleg mannshvörf og tengir þau yfirnáttúrulegum verum sem hafa aðsetur sitt á drungalegri krá sem ber nafnið Huldusteinn. Tilraunir hans til að upplýsa málið leiða áhorfendur á spor galdra, óvætta, holdsins fýsna, mannfórna og jafnvel kölska sjálfs. Að lokum stendur ungi maðurinn, ásamt áhorfendum, frammi fyrir spurningunni um það hver sé góður og hver illur eða hvort „hið góða“ og „hið“ séu yfirhöfuð til.
Haustverkefni Freyvangsleikhússins er átak sem hrint var af stað haustið 2009 í þeim tilgangi að gefa meðlimum Freyvangsleikhússins tækifæri til að fást við sem flestar hliðar leiklistarstarfsemi; skriftir, leikstjórn, sviðshönnun, ljósahönnun o.s.frv. og opna tækifæri til að setja upp sýningar sem eru annars eðlis en aðalverkefni félagsins sem er stór sýning sem sett er upp eftir áramót.
Frekari upplýsingar og miðapantanir eru á vef Freyvangsleihússins, http://freyvangur.net/.
{mos_fb_discuss:2}