Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikritið Ef ég væri jólasveinn, sannkallað jólaævintýri fyrir börn á öllum aldri, þann 25. nóvember nk. Sveinn J. Ólason er ungur drengur í Giljaskóla og á þann draum heitastan að vera jólasveinn.  Getur verið að ósk hans rætist? Sýnt verður í Samkomuhúsinu á sunnudögum til 9. desember.

Næstu sýningar:

sunnudaginn 25. nóvember kl. 14:00 og 16:00
sunnudaginn 2. desember kl. 14:00 og 16:00
sunnudaginn 9. desember kl. 14:00 og 16:00

Miðasala á midi.is
Miðaverð 1.500.-

Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Einar Aðalsteinsson og Skúli Gautason

Leikstjórn: Sigríður Eir Zophaníasdóttir

Leikmynd, lýsing og hreyfimyndir: Egill Ingibergsson

Búningar: Helga Mjöll Oddsdóttir

Sviðsmaður: Bjarki Árnason

Handrit og tónlist: hópurinn