Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir Þrek og tár, eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur þ. 5. mars. Þrek og tár virðist hitta einhverja taug í landanum enda hefur það verið sett upp víða um land á undanförnum árum.
Raunveruleg saga verksins er af siðferðilegum toga: Útskúfun, fyrirgefning, umburðarlyndi, ást, mannúð. Leikritið inniheldur mikið af tónlist og fjölda sígildra dægurlaga sem fyrir löngu hafa skotið rótum í hjörtum Íslendinga. Sögusvið verksins er vesturbær Reykjavíkur í kringum 1961. Í upphafi hittum við Davíð, ungan og hæfileikaríkan tónlistarmann, sem snýr aftur heim til Íslands eftir nám erlendis.

Sýnt er í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði.
2. sýning 8. mars kl. 20
3. sýning 10. mars kl. 20
4. sýning 12. mars kl. 20
5. sýning 14. mars kl. 15
6. sýning 14. mars kl. 20

Þrek og tár er mannmargt verk. Átján leikarar eru á sviðinu ásamt 4 manna hljómsveit á sviðinu. Hljómsveitin er skipuð nemendum MTR sem eru á tónlistarbraut.Auk þess eru margir fleiri sem vinna bak við tjöldin.