Erindi Þorgeirs Tryggvasonar á málþinginu Leikstjórn í áhugaleikhúsi 29.9.2001
Leikstjórn í áhugaleikhúsi – Faglegt öryggi eða listrænn metnaður Þegar ég tók að mér að flytja framsögu á þessu málþingi þurfti ég að byrja á að setja niður fyrir mér hvaðan ég myndi nálgast viðfangsefnið – leikstjórn í áhugaleikhúsi. Ég er nefnilega í þeirri stöðu að horfa á leiklist áhugamanna úr nokkuð mörgum áttum þessi misserin. Átti ég að horfa á leikstjórn út frá nýfenginni reynslu minni sem leikstjóri í áhugaleikhúsi? Eða væri betra að nýta reynslu mína sem leiklistargagnrýnandi til tveggja ára til að gefa einhvers konar yfirlit yfir það sem ég hef séð á þeim tíma? Báðir þessir vinklar væru kannski fróðlegir, en á endanum fannst mér að ég yrði að tala út frá því sjónarhorni sem skiptir mig mestu máli, frá sjónarhóli þátttakanda í áhugaleikhúsi í víðasta skilningi. Frá því ég fékk leiklistarbakteríuna illræmdu í kringum 1985 hef ég staðið á sviði, setið í stjórn leikfélags, skrifað í leiklistarblaðið og á Leiklist.is, sótt námskeið í leik og leikstjórn, skrifað leikrit, samið tónlist, stjórnað höfundasmiðju, setið í varastjórn bandalags íslenskra leikfélaga og starfað í þjónustumiðstöð samtakanna. Það er sem áhugaleikhúsmaður sem ég mun reyna að átta mig á samlífi leikstjóra og leikhóps á forsendum áhugaleikhússins næstu mínúturnar, með lykilorðin listrænar kröfur og nýsköpun að leiðarljósi. Reynsla mín sem leikstjóri og gagnrýnandi nýtist síðan auðvitað líka og hefur áhrif á allt sem ég segi. Á síðasta aðalfundi Bandalags...
Sjá meira