Tíu tilhlökkunarefni
Nú erum við leikhússjúklingarnir búnir að liggja yfir bæklingum leikhúsanna í rúma viku og grandskoða efnisskránna. Hér eru þau tíu atriði sem vöktu mesta athygli mína svona fyrsta kastið. Nýja sviðið í Borgarleikhúsinu Mikils er að vænta af Benedikt Erlingssyni sem hefur lyklavöld á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Góð hugmynd að setja einn mann yfir þar og gefa honum svigrúm til að móta listræna stefnu. Spennandi. Veislan Heyrst hefur að uppfærsla Þjóðleikhússins á dogmastykki Winterbergs verði með nýstárlegu sniði. Engin ástæða til að fara út í smáatriði, en öllum tilraunum er fagnað. Óvæntir bólfélagar Hlín Agnarsdóttir og Viðar Eggertson fara í fötin hans Þórhalls Sigurðssonar og stýra frumflutningi á tveimur nýjum verkum eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem hingað til hefur verið giska fastheldinn á leikstjóra. Strompleikurinn Endurmat á íslenskum leikritum er ekki ofarlega í forgangsröð atvinnuleikhúsanna. Þeim mun meira hlökkum við til að sjá Strompleikinn. Var Laxness kannski andsk. ekkert leikskáld? Sjáum til. Þögnin í Leikfélagi Íslands Forsprakkar Leikfélags Íslands hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að setja ljós sitt undir mæliker. Þegar þetta er skrifað hefur samt enn ekkert birst um vetrardagskrá kemmtanasmiðjunnar í Loftkastalanum og Iðnó. Á kannski bara að láta verkin tala? Túskildingsóperan Einhver hefði haldið að þyrfti meira en einn útskriftarbekk í Nemendaleikhúsinu til að flytja Túskildingsóperuna. Ekki Viðar Eggertsson. Munið bara að verkið er eftir Weill, Brecht...
Sjá meira


