Author: lensherra

Tíu tilhlökkunarefni

Nú erum við leikhússjúklingarnir búnir að liggja yfir bæklingum leikhúsanna í rúma viku og grandskoða efnisskránna. Hér eru þau tíu atriði sem vöktu mesta athygli mína svona fyrsta kastið.   Nýja sviðið í Borgarleikhúsinu Mikils er að vænta af Benedikt Erlingssyni sem hefur lyklavöld á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Góð hugmynd að setja einn mann yfir þar og gefa honum svigrúm til að móta listræna stefnu. Spennandi.   Veislan Heyrst hefur að uppfærsla Þjóðleikhússins á dogmastykki Winterbergs verði með nýstárlegu sniði. Engin ástæða til að fara út í smáatriði, en öllum tilraunum er fagnað.   Óvæntir bólfélagar Hlín Agnarsdóttir og Viðar Eggertson fara í fötin hans Þórhalls Sigurðssonar og stýra frumflutningi á tveimur nýjum verkum eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem hingað til hefur verið giska fastheldinn á leikstjóra.   Strompleikurinn Endurmat á íslenskum leikritum er ekki ofarlega í forgangsröð atvinnuleikhúsanna. Þeim mun meira hlökkum við til að sjá Strompleikinn. Var Laxness kannski andsk. ekkert leikskáld? Sjáum til.   Þögnin í Leikfélagi Íslands Forsprakkar Leikfélags Íslands hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að setja ljós sitt undir mæliker. Þegar þetta er skrifað hefur samt enn ekkert birst um vetrardagskrá  kemmtanasmiðjunnar í Loftkastalanum og Iðnó. Á kannski bara að láta verkin tala?   Túskildingsóperan Einhver hefði haldið að þyrfti meira en einn útskriftarbekk í Nemendaleikhúsinu til að flytja Túskildingsóperuna. Ekki Viðar Eggertsson. Munið bara að verkið er eftir Weill, Brecht...

Sjá meira

Tíu eftirminnileg kvöld

Góð leiksýning gleymist ekki svo glatt. Reyndar geymast verulega vondar sýningar jafn lengi í minninu, illu heilli. En allavega, í tilefni af þessum gagnrýnendavef ákvað ég að líta um öxl og rifja upp tíu sýningar sem lifa í minninu af fyrrnefndu ástæðunni. Tíu eftirminnilegustu kvöld mín  í íslensku áhugaleikhúsi (í stafrófsröð sýninga): BLÓÐ HINNAR SVELTANDI STÉTTAR Höfundur: Sam Shepard Leikstjóri: Viðar Eggertsson Leikfélag Hafnarfjarðar 1991-92 MÖGNUÐ uppfærsla á krefjandi verki. Firnasterkur leikhópur og drjúgur hluti hans að stíga sín fyrstu skref á leiksviði, sem erfitt var að trúa að gæti verið. Sýning sem staðfesti þann grun minn að oss amatörum er ekkert ómögulegt. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI Höfundur: Torbjörn Egner Leikstjóri: Stefán Jónsson Leikfélag Flensborgarskóla 1999-?2000 ÓTRÚLEGA snjöll endurtúlkun á verki sem allir kunna utanað og er því kjörinn vettvangur fyrir tilraunir. Leikið í töffaralegum “Pulp Fiction” stíl og skógurinn orðinn borgarfrumskógur nútímans. Mikki refur hefur aldrei þessu vant alla samúð áhorfenda, lúserinn sem semur sig ekki að háttum fjöldans og hlýtur því að farast. Snilldarlegur umsnúningur án þess að nokkru væri breytt af texta. GRÆNJAXLAR Höfundur: Pétur Gunnarsson Leikstjóri: Arnheiður Ingimundardóttir Leikklúbburinn Saga 1987?88 AF þeim ófáu leiksýningum sem ég hef séð um æfina hefur þessi komist næst því að springa af leikgleði. Ævintýraleg þroskasaga fjögurra krakka úr pollagalla í fullorðinsföt með viðkomu í fermingarbúningum. Brjálaður hraði og frábær leikur á öllum póstum að viðbættum pottþéttum tónlistarflutningi. “Við skýin...

Sjá meira

Fimm ergelsi

Núna þegar vetrarstarf leikfélaganna er að hefjast er ekki úr vegi að íhuga hvernig hægt er að eyðileggja ánægju leikhúsgesta með einföldum aðferðum. Sömu ráðleggingar er vitaskuld hægt að nota til að auka þessa sömu áhyggjur með því að varast eftirtalin víti, ef menn eru þannig stemmdir.   Leikskrár án upplýsinga um persónur og leikendur Stundum svíður fólkinu sem gerir leikskrána svo að taka ekki þátt í sköpuninni á sviðinu að það hefur látið eftir sér að gera leikskrána að listaverki útaf fyrir sig. Sem er allt í lagi, svo fremi sem lágmarksupplýsingar komi fram líka. Sérlega mikilvægt fyrir gagnrýnendur svo þeir fái hrós undir fullu nafni sem eiga það inni. Og svo hinir það sem þeir eiga skilið.   Fólk sem klappar í hvert skipti sem leikarar fara út af sviðinu Hvað á þetta eiginlega að þýða? Þessi forni siður lifir góðu lífi, bestu þó sumstaðar á landsbyggðinni og er hreint óþolandi! Sérstaklega pirrandi þegar klappið hefur ekkert að gera með frammistöðuna, en er einfaldlega skylda, eins og að klappa sólóistum á jasstónleikum lof í lófa. Sem er reyndar óþolandi líka.   Ljósmyndun á meðan á sýningu stendur Þarf að segja meira? Feitir kallar með langar linsur að troðast fram fyrir áhorfendur. Stemmningslýsing eyðilögð með leifturljósum. Einbeiting leikara og áhorfenda út um þúfur. Mig grunar að sum leikfélög láti þennan ósóma óátalinn, jafnvel að einstaka ljósmyndarar séu á...

Sjá meira

Fjögur tilhlökkunarefni, eftir á að hyggja.

Í haust birti ég lítinn lista yfir viðburði sem ég hlakkaði til á leikárinu sem í hönd fór. Nú er langt liðið á fyrri helming þess og rétt að fara stuttlega yfir þau tilhlökkunarefnanna sem hægt er að segja eitthvað um hvort ræst hafi. Þeir sem vilja rifja upp listann smelli hér. Þögnin í Leikfélagi Íslands Það var af einberum stráksskap sem ég setti klausuna um Leikfélag Íslands inn. Daginn eftir að listinn birtist bárust fregnir af bágri fjárhagsstöðu félagsins, svo ekki kom þögnin til af góðu. Vonandi rætist úr hjá þeim fljótlega og vonandi tekst þeim að halda sér “Commercial” og reka sitt leikhús tiltölulega styrkfrítt, þó eitthvað verði að sníða stakkinn þrengra en í góðæðinu miðju. Í markaðsmennskunni felst sérstaða þeirra og eins og við frændur þeirra í Hugleik vitum þá er sérstaða dýrmætasta eign hvers leikhúss. Túskildingsóperan Sló algerlega í gegn hjá Nemó og Viðari, enda frábær skemmtun og snilldartaktar margir, bæði hjá leikhópnum og í makalausri raddskrá Weills. Um leikverkið er aðra sögu að segja, mikið ógurlega leiðist mér leikskáldið Brecht (og fröken Hauptmann þá líka). En samt, hann virðist efla leikhúsfólk til afreka sem bæta upp leiðindin í leiktextanum. Þetta sást í Smáborgarabrúðkaupi Viðars og Leikfélags Selfoss, ekki síður í Kákasuskrítarhring Þjóðleikhússins og ekki síst í brjálaðri og koluppseldri sýningu Nemendaleikhússins núna. Töfraflautan Í tilhlökkunarpistlinum lýsti ég Töfraflautunni sem dramatúrgískri martröð. Af sýningunni að...

Sjá meira

10 einþáttungar

Í tilefni af fyrirhugaðri einþáttungahátíð gróf ég lítillega í heilabörkinn og rifjaði upp nokkra einþáttunga sem teljast mega athygliverðir. Ég held mig við topptíuformið, en auðvitað slæðast fleiri titlar með í forbífartinni. Drottins dýrðar koppalogn eftir Jónas Árnason. Brilljant þáttur, kannski besta verk Jónasar, en útheimtir helling af köllum. Táp og fjör eftir sama kall er líka gott. Skemmtiferð á vígvöllinn eftir Arrabal. Hlægilegt og grimmt lítið leikrit, eins og títt er um verk þessa spænska absúrdista. Svo má líka kíkja á Bæn, eftir sama höfund. Löng jólaveisla eftir Thornton Wilder. Frumleg grunnhugmynd, frábær útfærsla: bráðskemmtilegt verk. Ekki endilega jólaleikrit þrátt fyrir nafnið. Hlæðu, Magdalena, Hlæðu eftir Jökul Jakobsson. Jökull skrifaði fullt af flottum einþáttungum og þessi er nefndur sem gott dæmi. Stutt, fyndið, og all-óhugnanlegt verk fyrir tvær leikkonur. Björninn eftir Anton Tsjekhov. Alger snilld eins og við var að búast úr skurðstofu dr. Tsjekhovs. Bónorðið er líka gott, og einleikurinn ótrúlegi Um skaðsemi Tóbaksins. Á rúmsjó eftir Slawomir Mrozek. Þrír menn á bát verða að táknmynd fyrir mannfélagið allt, valdabaráttu, flokkadrætti og ofbeldi, dulið og nakið. Leggur einhver í þetta stykki eftir ógleymanlega sýningu Lettanna á Akureyri í fyrra? Beðið eftir Lúdó eftir Hjörleif Hjartarson. Skifað í innblæstri frá höfundasmiðju í Leiklistarskóla Bandalagsins í Svarfaðardal og gott eftir því. Örstutt en þeim mun dýpra og bíður upp á endalausa túlkunarmöguleika. Vögguþula eftir Samuel Beckett. Stórmeistari smáverkanna verður...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur