Alþjóðlegi leikhúsdagurinn – Íslenskt ávarp
Frá því Ísland gerðist aðili að ITI hefur íslenskur leikhúslistamaður verið fenginn ár hvert til að semja ávarp í tilefni dagsins og hefur sú hefð skapast að ávarpið birtist í dagblöðum, er flutt af höfundi í útvarpi og af einhverju leiksviði þennan dag og hafa aðrir leikhúslistamenn stigið fram á svið fyrir sýningar í leikhúsum og flutt ávarpið fyrir hans hönd hvar sem leikið er þennan dag. Í ár er það Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem hefur samið ávarp Alþjóða leikhúsdagsins fyrir Leiklistarsamband Íslands. Arthur Miller – eitt helsta leikskáld síðustu aldar – lést fyrir nokkrum vikum. Hann skrifaði sín helstu stórvirki um miðbik aldarinnar, og þó það væri fjarri sanni að segja að hann hafi sest í helgan stein eftir það, var hann oft spurður að því hvers vegna hann hefði ekki skrifað meir en raun bar vitni. Leikskáldið svaraði eitthvað á þá leið að hann hefði örugglega skrifað meira ef hann hefði haft leikhús til að skrifa fyrir. Eftir að markaðsleikhúsið varð allsráðandi á Broadway hafi hann ekki haft neinn vettvang. Fjárfestar hefðu ekki áhuga á listrænni áhættu eða gagnrýnu leikhúsi – þeir sæktust eftir gróða. Í ljósi þessara ummæla Millers er ekki úr vegi að nota Alþjóða leiklistardaginn – sem Alþjóða leiklistarstofnunin efnir til ár hvert – til að beina sjónum að aðstæðum hér á landi og huga að hvert stefnir. Stöðugildum fastráðinna listamanna í leikhúsum...
Sjá meira