Author: lensherra

Vetrardagskrá Íslensku óperunnar

Kynning á verkefnum starfsársins 2005-6 fór fram í Íslensku óperunni í sl. fimmtudag, en framundan er spennandi og skemmtilegt ár og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem verður á dagskrá Óperunnar í vetur eru óperan Tökin hert (The Turn of the Screw), frumsýning 21.október, hádegistónleikar í samstarfi við MasterCard, dansverkið VON í samstarfi við PARS PRO TOTO, Öskubuska eftir Rossini, frumsýning í febrúar 2006, Óperustúdíó, Litla hryllingsbúðin í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og málþing um Íslensku óperuna. Í haust mun Óperan leggja áherslu á að bjóða ungu fólki góð kjör á óperusýningar en allir...

Sjá meira

Áheyrnarprufa í Borgarleikhúsinu

Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu auglýsir ÁHEYRNARPRUFU laugardaginn 8. október Leitað er að LEIKKONU / SÖNGKONU til að taka þátt í uppfærslu LR og Íd á CARMEN, leikriti með söngvum, sem byggir á óperu Bizets. Æfingar hefjast í nóvember 2005 og frumsýnt verður í janúar 2006.  Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Danshöfundur: Steven Shropshire. Tónlistarstjóri: Agnar Már Magnússon. Umsóknareyðublöð fást í Borgarleikhúsinu og á heimasíðunni. Umsækjendur verða valdir til þátttöku í prufunni. Umsóknir, ásamt mynd, þurfa að hafa borist fimmtudaginn 6....

Sjá meira

Edit Piaf í 80. sinn

Brynhildur Guðjónsdóttir mun túlka Edith Piaf, eina frægustu söngkonu heims, í 80. skipti á föstudagskvöld. Nú fer hver að verða síðastur til að sjá þessa frábæru sýningu. Brynhildur "Piaf" Guðjónsdóttir hefur heillað landann með ógleymanlegri túlkun sinni á Edith Piaf, einhverri eftirminnilegustu rödd síðustu aldar, en fyrir hana hlaut Brynhildur Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyrir fullu húsi í á þriðja leikár og á föstudagskvöldið er 80. sýning. Piaf var goðsögn í lifanda lífi. Lífshlaup hennar var einstakt; hún ólst upp meðal vændiskvenna og bófa í skuggahverfum Parísarborgar en með rödd sinni og einstakri túlkun komst hún upp á svið helstu hljómleikahúsa heims. Við kynnumst konu sem aldrei afneitaði neinu og allra síst fortíð sinni og uppruna, hvað þá ástarsamböndum sínum.   Brynhildur Guðjónsdóttir fer sem fyrr segir með titilhlutverkið en með önnur hlutverk fara Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Kjartan Guðjónsson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir.   Tónlistarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson en hann hlaut Grímuna – Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistina í sýningunni. Fimm manna hljómsveit er í verkinu. Hana skipa auk Jóhanns (píanó), Birgir Bragason á kontrabassa, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Jóel Pálsson á tenór saxófón og klarinett og Tatu Kantomaa á harmónikku. Höfundur hreyfinga og dansa er Sveinbjörg...

Sjá meira

Sex í sveit á Iðavöllum

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur hafið æfingar á verkinu Sex í sveit eftir Marc Camoletti. Oddur Bjarni Þorkelsson leikstýrir. Stefnt er að frumsýningu í félagsheimilinu Iðavöllum á Völlum í nóvemberbyrjun. Æfingar hafa farið nokkuð hægt af stað en mönnun verksins hefur gengið nokkuð erfiðlega sökum einstaks atvinnugóðæris eystra. Gamanleikritið Sex í sveit heitir á frummálinu Pyjamas pour Six og var upphaflega frumsýnt árið 1988. Gísli Rúnar Jónsson þýddi verkið síðan upphaflega fyrir Leikfélag Reykjavíkur, en þar var það frumsýnt 1997. Sýningin hlaut mjög góðar viðtökur hér á landi. Leikstjórinn, Oddur Bjarni Þorkelsson er Héraðsbúum að góðu kunnur, en hann hefur starfað talsvert fyrir austan. Áður hefur hann sett upp sýningarnar My Fair Lady (1999), Þrek og Tár (2002) og Gaukshreiðrið (2003) með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og Stútungasögu (2003) með Leikfélagi Menntaskólans á...

Sjá meira

„Forðist okkur“ frumsýnt

Nemendaleikhúsið og Common Nonsense standa að sýningunni Forðist okkur. Frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 29. september. Verkið er eftir Hugleik Dagsson. Leikstjórar eru Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir, leikmynd og búningar eru í höndum Ilmar Stefánsdóttur, lýsingu annast Egill Ingibergsson og hljóðmynd skapar Davíð Þór Jónsson. Hlutverk eru í höndum þeirra Aðalheiðar Halldórsdóttur, Birgittu Birgisdóttur, Dóru Jóhannsdóttur, Halldóru Malínar Pétursdóttur, Jörundar Ragnarssonar, Magneu Bjarkar Valdimarsdóttur, Stefáns Halls Stefánssonar, Sveins Ólafs Gunnarssonar, Vals Freys Gunnarssonar og Víðis Guðmundssonar Hugmyndaheimur verksins er sprottinn upp úr verkum Hugleiks myndasögubókunum Elskið okkur , Drepið okkur og Ríðið okkur. Sögur Hugleiks er skemmtilegar, kaldhæðnar, grófar, ljótar, fallegar, ósmekklegar, gróteskar og rómantískar. Það rúmast allt í þessum heimi. Hver saga lætur ekki mikið yfir sér. Ein teikning með örlittlum texta. Í einfaldleika sínum tekst Hugleik á skondinn og áhrifamikinn hátt að beina sjónum okkar að margs skonar meinsemdum í samskiptum fólks, brengluðu gildismati, brengluðu siðferði og hættulegum félagslegum doða og afskiptaleysi. Sögur hans eru eins og ljósmynd úr lífi fólks og hann lætur okkur eftir að filla upp í götin. Forðist okkur er saga um nútímamanninn í sinni nöktustu mynd. Miðapantanir eru í miðasölu Borgarleikhússins en almennt miðaverð er kr. 1.500 og 1.000 fyrir...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur