Author: lensherra

Lýðveldisleikhúsið sýnir Drauganet

24. nóvember kl. 20:30 … Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20:30 frumsýnir Lýðveldisleikhúsið harmræna gleðileikinn Drauganet eftir Benóný Ægisson  í Tjarnarbíói. Verkið gerist í hugskoti höfundar sem er að reyna að skapa leikpersónur. Hann gerir ýmsar tilraunir á þeim og vekja þær sjaldnast mikla hrifningu leikpersónanna sem eru ofurseldar duttlungum höfundarins Leikarar í verkinu eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Benóný Ægisson, Brynja Valdís Gísladóttir, Gunnar Eyjólfsson, Höskuldur Sæmundsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Páll Sigþór Pálsson, Valgeir Skagfjörð, Þórunn Clausen og Þröstur Guðbjartsson. Leikstjóri er Darren Foreman, sviðshreyfingar eru eftir Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur en tónlist eftir Benóný Ægisson. Leikpersónur verksins þrá það heitast að komast í leikrit en eru svo óheppnar að hafa lent hjá duglausum höfundi. Hann á erfitt með að koma verkunum frá sér enda hefur hann ekki hugmynd um að persónurnar eiga sér sjálfstætt líf utan vitundar hans. Hann hefur því ekki grænan grun um hvaða óleik hann er að gera þeim. Birtingarform leikpersónanna eru neytandinn sem vinnur sig upp í að verða álitsgjafi, fyrrverandi feitlaginn dægurlagasöngvari, venjuleg stelpa sem vinnur í sjoppu, formaður mannanafnanefndar, systir Siggu systur sem var ógeðslega fullkomin, stórkarl sem á svo mikið undir sér að hann lendir í erfiðleikum ef hann dansar kvikkstepp, súludansmær sem spyr grundvallarspurninga um lífið og tilveruna, fótboltabulla sem ávarpar föður sem er að meilbonda með syninum á vellinum, fyrirsæta í tilvistarkreppu, sjómaður sem er...

Sjá meira

Sex í sveit á Iðavöllum

Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir um þessar mundir gamanleikinn Sex í sveit, eftir Marc Camoletti í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.  Oddur Bjarni Þorgkelsson leikstýrir.  Leikritið er sýnt á Iðavöllum. Gerður hefur verið góður rómur að sýningunni en Sigurður Ingólfson var á staðnum: Ég er yfirleitt lítið hrifinn af försum með tilheyrandi hlaupum og hurðaskellum og þess vegna var þetta svo gaman.  Það er fátt yndislegra en að éta ofan í sig heimskulega fordóma.  Þetta er bráðsmellin og vel unnin sýning og þarna unnu ýmsir leiksigra. Leikfélag Fljótsdalshéraðs Sex í Sveit eftir Marc Camoletti Leikstjórn: Oddur Bjarni Þorkelsson Sýnt á Iðavöllum Leikfélag...

Sjá meira

Syngjandi skemmtilegt

Hugleikur frumsýndi Jólaævintýri, nýja leiksýningu sína í Tjarnarbíói, laugardaginn 19. nóvember. Eins og flestir vita hefur Hugleikur skapað sér sérstöðu með frumsömdum, heimatilbúnum leikverkum í gegnum tíðina og svo er einnig að þessu sinni en þó með því tilbrigði að byggt er á heimsþekktri erlendri sögu eftir einn af helstu skáldjöfrum heimsins. Okkar maður var á staðnum. Hugleikur Jólaævintýri eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir TryggvasonTónlist: Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason Leikstjórar: Höfundar Sýnt í Tjarnarbíói Hugleikur frumsýndi Jólaævintýri, nýja leiksýningu sína í Tjarnarbíói, laugardaginn 19. nóvember. Eins og flestir vita hefur Hugleikur skapað sér...

Sjá meira

Jólaævintýri Hugleiks frumsýnt

Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíó Jólaævintýri Hugleiks, laugardaginn 19. nóvember kl. 20.00. Leikfélagið ræðst nú í það stórvirki að setja upp leikgerð af Jólaævintýri Dickens. Þetta er fyrsta íslenska leikgerðin á þessari sögu, sem hefur verið vinsælt viðangsefni leikhúsfólks frá því hún kom út árið 1843.  Söguna þekkja flestir, klassísk saga sem öll fjölskyldan getur notið saman, og er kjörin til að koma fólki í jólaskap. En að sjálfsögð láta Hugleikarar sér ekki nægja að fara einföldu leiðina að efninu, heldur flytja atburðna úr Lundúnaþoku nítjándu aldar inn í íslenskt sveitaumhverfi.  Hann Ebenezer gamli Skröggur er nú kominn inn í íslenska nítjándu aldar baðstofu, Tommi litli leikur sér að legg og skel og draugarnir þrír eru íslenskar skottur og mórar. Og þrátt fyrir dramatískan undirtón sögunnar er vörumerki Hugleiks að ærslast með efniviðinn og gera hann að sínum. Höfundar eru þau Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason. Með hlutverk Ebenezers Skröggs fer Björn Thorarensen, en alls standa um tuttugu manns á sviðnu. Leikstjórn er í höndum höfunda. Sýningar fara fram í Tjarnarbíói og standa yfir fram í miðjan desember, auk tveggja sýninga milli jóla og nýjárs. Í sýningunni eru fjölmörg sönglög sem þegar hafa verið hljóðrituð og gefin út á geisladiski sem verður til sölu í miðasölu. Um undirleik sér hljómsveitin Forynjur og draugar, en þar eru m.a. innanborðs félagar úr hljómsveitunum Ampop, Hraun og Innvortis,...

Sjá meira

Trainspotting frumsýnt hjá Leikfélagi Keflavíkur

Föstudaginn 18. nóvember frumsýnir Leikfélag Keflavíkur verkið Trainspotting eftir Irvine Welsh í Frumleikhúsinu í Keflavík. Þýðing verksins er eftir Megas, en leikstjóri er Jón Marinó Sigurðsson. Með aðalhlutverk fer Rúnar Berg Baugsson, en þetta er hans frumraun á sviði. Í sýningunni er sviðsleik blandað saman við vídeósýningu og var leitast við að ná fram kaldranalegum raunveruleika þess heims eiturlyfjaneytandans sem verkið snýst um. Á sýningum um helgar verður síðan starfrækt kaffihús í Frumleikhúsinu eftir sýningar. Fyrstu sýningar sem fyrirhugaðar eru: Frumsýning: Föstudag 18. nóvember kl. 21.00 2. sýning: Sunnudag 20. nóvember kl. 21.00 Miðaverð kr. 1500 Miðasölusími 421 2540, opinn 2 tímum fyrir...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur