Author: lensherra

Benedikt búálfur í Hveragerði

Leikfélag Hveragerðis varð 75 ára fyrr á árinu, en félagið var stofnað 23 febrúar 1947 og í tilefni þessa stórafmælis var ákveðið að setja upp ævintýrið um Benedikt búálf hinn geðþekka og ævintýri hans. Leikritið er unnið upp úr fyrstu bókinni um Benedikt búálf en höfundur sögunnar er Ólafur Gunnar Guðlaugsson. Tónlistina samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson en söngtextana sömdu þau Andrea Gylfadóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Verkið hefst á því að Dídí mannabarn rekur augun í Benedikt, þar sem hann stendur nýkom úr baði með handklæði um sig miðjan í  baðherberginu hennar. Búálfar eru nefnilega aðeins sýnilegir mannabörnum þegar þeir eru...

Sjá meira

Hið stórfenglega ævintýri um missi

Leikhópurinn Sjáumst frumsýnir Hið stórfenglega ævintýri um missi í Tjarnarbíó. Verkið, sem er einleikur, er hugarfóstur Grímu Kristjánsdóttur og byggir á eigin reynslu. Í verkinu tekst Gríma á við tilfinningaþrungna málefnið ástvinamissi með – eða þrátt fyrir – þátttöku trúðarins Jójó. Þær hafa ólíka sýn á hvernig best er að takast á við svona reynslu, og úr verður sprenghlægilegt verk sem lætur engan ósnortinn. Að missa ástvin er einhver sú erfiðasta, fallegasta og flóknasta lífsreynsla sem við göngum í gegnum. Hún er óumflýjanlegur hluti þess að lifa og elska. Flest munum við upplifa missi. Nema auðvitað ef við verðum...

Sjá meira

NEATA Youth Camp 2022

NEATA Youth hélt leiklistarvinnubúðir fyrir ungt fólk dagana 12.-15. ágúst. Ísland átti þar tvo fulltrúa, þær Söru Rós Guðmundsdóttur og Alexöndru G.B. Haraldsdóttur. Sara Rós sendi okkur eftirfarandi skýrslu um búðirnar: Dagana 12.-15. ágúst fór fram námskeið á vegum NEATA Youth í Stokkhólmi. Fyrir hönd Íslands fórum við Alexandra og eyddum þessum dögum í 30°C hita, fallegu umhverfi og umkringdar ungu fólki frá Litháen, Lettlandi, Eistlandi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum og Finnlandi sem allt átti það sameiginlegt að brenna fyrir leiklistinni. Tengingin sem þarna verður er einstök. Hvernig kærleikurinn, traustið og leikgleðin tekur völdin. Þrátt fyrir stuttan tíma lærðum við...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert