Author: lensherra

Karíus og Baktus í Freyvangi

Leikritið Karíus og Baktus þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hefur þessi saga um “kallana” tvo sem búa í holunum í tönnunum fylgt börnum þjóðarinnar frá 1965. Þeir voru hinsvegar að fara á svið í fyrsta skipti hjá Freyvangsleikhúsinu. Þeir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson leika þá bræður Karíus og Baktus og fara þeir á kostum sem tanntröllin sem þykja fátt skemmtilegra en að borða sætindi og höggva í tennur. Sögumaðurinn kemur líka fyrir á sviði og er hann leikinn af hinum þaulreynda Jóni Friðrik Benónýssyni(Bróa). Svo er tannburstinn, sem er leikin af Ingimar Badda, fer hann hamförum...

Sjá meira

Aladdín og töfralampinn í „Borgarleikhúsinu“

Leikfélagið Borg í Grímsnesi frumsýnir nýja leikgerð á sögunni um Aladdín og töfralampann laugardaginn 12. nóvember. Leikritið er skrifað af Sindra Mjölni og leikstýrt af Hafþóri Agnari Unnarssyni. Sagan um Aladdín er ein sú þekktasta úr hinum heimsfræga sagnabálki sem flestir þekkja sem Þúsund og ein nótt og Antoine Galland þýddi úr arabísku og gaf út snemma 18. öld. Í þessu sérsaumaða leikriti um Aladdín og töfralampann, þurfa vinirnir Aladdín og Badrúlbadúr að bjarga ríkinu og bestu vinkonu prinsessunnar frá illum galdramanni. Þau fá óvænta hjálp frá andanum í töfralampanum, apa, kexrugluðum soldáni og fleiri óvæntum karakterum. Sýnt er...

Sjá meira

Hugleikur sýnir Í öruggum heimi

Leikfélagið Hugleikur frumsýnir Í öruggum heimi – stuttverk Júlíu Hannam, þann 4. nóvember. Júlía Hannam er höfundur sex stuttverka sem munu gleðja áhorfendur og aðdáendur Leikfélagsins Hugleiks nú í nóvemberbyrjun. Júlía lærði leiklist í The Stage Group Theatre í San Francisco stuttu eftir menntaskóla. Eftir að heim kom stofnaði hún fjölskyldu og dreif sig síðan í nám í viðskiptafræði og vann við það í mörg ár. Leiklistaráhuginn var þó alltaf fyrir hendi og um miðjan tíunda áratuginn kynntist hún leikfélaginu Leyndum draumum þar sem hún síðan varð félagi og fljótlega formaður. Nokkrum árum síðar lá leiðin í Hugleik en þar...

Sjá meira

Þjófar og lík í Kópavogi

Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík, tvo einþáttunga eftir Dario Fo, sunnudaginn 30. október. Leikþættirnir eru Lík til sölu í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði í leikstjórn Sigrúnar Tryggvadóttur. Nóbelsskáldið Dario Fo þarf vart að kynna enda hafa leikverk hans notið mikillar hylli hérlendis í gegnum tíðina. Spilling valdsins er rauður þráður í mörgum verka Dario Fo. Þau einkennast af bítandi húmor í garð valdhafa, hvort sem það er lögreglan, kaþólska kirkjan eða stjórnmálamenn. Þau eru einnig innblásin af ítaslksri leikhúshefð ekki síst Commedia dell’arte. Alls taka 13 leikarar þátt í...

Sjá meira

Ársrit 2022

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2021-22 Ársrit 2022 vefútgáfa

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur