Karíus og Baktus í Freyvangi
Leikritið Karíus og Baktus þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hefur þessi saga um “kallana” tvo sem búa í holunum í tönnunum fylgt börnum þjóðarinnar frá 1965. Þeir voru hinsvegar að fara á svið í fyrsta skipti hjá Freyvangsleikhúsinu. Þeir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson leika þá bræður Karíus og Baktus og fara þeir á kostum sem tanntröllin sem þykja fátt skemmtilegra en að borða sætindi og höggva í tennur. Sögumaðurinn kemur líka fyrir á sviði og er hann leikinn af hinum þaulreynda Jóni Friðrik Benónýssyni(Bróa). Svo er tannburstinn, sem er leikin af Ingimar Badda, fer hann hamförum...
Sjá meira


