Leikritið Karíus og Baktus þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hefur þessi saga um “kallana” tvo sem búa í holunum í tönnunum fylgt börnum þjóðarinnar frá 1965. Þeir voru hinsvegar að fara á svið í fyrsta skipti hjá Freyvangsleikhúsinu.
Þeir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson leika þá bræður Karíus og Baktus og fara þeir á kostum sem tanntröllin sem þykja fátt skemmtilegra en að borða sætindi og höggva í tennur. Sögumaðurinn kemur líka fyrir á sviði og er hann leikinn af hinum þaulreynda Jóni Friðrik Benónýssyni(Bróa). Svo er tannburstinn, sem er leikin af Ingimar Badda, fer hann hamförum um sviðið til að hreinsa tennurnar og vippar sèr svo í tannlæknaborslíki og lagar tennurnar, rètt áður en hann kemur aftur inná sem tannbursti og tekur síðustu hreinsun í tönnunum hans Jens.  Það er mikið sungið  í leikritinu  og hljómsveitin er líka á sviði en hana skipa þeir Reynir Schiöth píanóleikari, Gunnar Möller og Eiríkur Bóasson bassaleikarar.
Tanngarðinn sjálfann fèkk Freyvangsleikhúsið að láni hjá leikfèlagi Stykkishólms en önnur leikmynd/propps og búningar voru í höndum Guðrúnar Elvu Lárusdóttur.
Leikstjórinn er formaður Freyvangsleikhússins Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir og er þetta frumraun hennar í leikstjórn, en hún hafði dygga aðstoð frá Sveindísi Maríu Sveinsdóttur.
Verkið hefur þróast í áranna rás og svo er einnig í uppsetningu Freyvanglseikhússins en boðskapurinn er alltaf sá sami: Hugsaðu vel um tennurnar þínar! 

Miðasala er á tix.is.