Author: lensherra

Á svið á svið á Króknum

Leikfélag Sauðárkróks æfir þessa dagana leikritið Á svið eftir Rick Abbot. Þýðandi er Guðjón Ólafsson og leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki. Á svið  er leikrit um leikhóp sem er að setja upp leikrit, fyrsti og annar þáttur er æfing á verkinu og þar er ýmislegt sem kemur upp á. Í þriðja þætti er svo komið að frumsýningu og þá ætti nú allt að vera löngu tilbúið en eins og við vitum getur allt gerst á frumsýningum t.d. gæti höfundunum dottið í hug að gera eitthvað. Frumsýnt verður í byrjum sæluviku Skagfirðinga og eru áætlaðar...

Sjá meira

Skógarbrúðkaup á Sólheimum

Leikfélag Sólheima frumsýndi að venju á Sumardaginn fyrsta. Í ævintýraskóginum hittum áhorfendur hinar ýmsu ævintýrapersónur eins og Mikka ref, Öskubusku, Rauðhettu, Karíus, Baktus og Kaktus og fleiri. Margvíslegar breytingar hafa átt sér stað í lífi þeirra og umhverfi sem þau reyna að takast á við. Þegar konungurinn býður öllum í brúðkaupsveislu Prinsins, með ákveðnum skilyrðum, er þeim vandi á höndum! Það er mikill heiður fyrir leikfélagið að endurnýja kynnin við leikstjórann og höfundinn, Magnús J. Magnússon en hann starfaði á Sólheimum öll sumur frá 1980–1988 og stjórnaði þar slátturhóp. Á þessum árum setti hann upp þrjár sýningar með Leikfélagi...

Sjá meira

Blíða og Dýrið á Blönduósi

Leikfélag Blönduóss hefur legið í dvala í hartnær áratug en nú verður aldeilis breyting þar á. Leikfélagið setur nú á svið fjölskyldusýninguna Dýrið og Blíða eftir Nicholas Stuart Gray. Ungur og ferskur leikhópur tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum.  Eins og forynja félagsins, G. Eva Guðbjartsdóttir orðar það þá hefur félagið „…verið að safna á sig köngulóavef undanfarin ár enda hefur ekki verið sett upp síðan 2014 og eru þetta því stór skref að stíga að byrja upp á nýtt nánast, með nýjan leikhóp. En núna erum við heldur betur búin...

Sjá meira

Hugleikur sýnir Húsfélagið

Leikfélagið Hugleikur frumsýnir leikritið Húsfélagið laugardaginn 15. apríl næstkomandi. Verkið kemur sjóðheitt úr hinni afkastamiklu höfundasmiðju félagsins. Áratugum saman hafa húsfélög stigaganga A og B í Fögruhlíð 84 unnið hlið við hlið í sátt og samlyndi en aðskilin þó. Nú er kominn tími til að sameina þau í eitt og þá er friðurinn úti. Erjur, forboðnar ástir, gönguhópar, silfurskottur, brask, slúður og, já, Brennu-Njálssaga, ásamt öllum þeim vandamálum sem við mætum í samneyti við nágranna fléttast hér saman í sprenghlægilega satíru sem enginn má missa af. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir verkinu en hann á farsælan feril að baki og hefur...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert