Jólasaga í Reykjanesbæ
Leikfélag Keflavíkur frumsýndi jólasöngleikinn Jólasaga í Aðventugarðinum síðastliðið föstudagskvöld. Verkið er byggt á hinu sígilda jólaleikriti Jólasögu Charles Dickens en búið er að gera nýja leikgerð, setja í nútímabúning og staðfæra verkið á Suðurnesin. Leikgerðina unnu þau Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson. Leikhópurinn samanstendur af 22 leikurum og þar af eru 15 börn á grunnskólaaldri. Þá taka einnig þátt 22 manna hópur barna úr Regnbogaröddum, barnakórs Keflavíkurkirkju, undir stjórn Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur. Kórinn skiptir sér niður á sýningar og því eru u.þ.b. 33 einstaklingar á sviðinu á hverri sýningu. Það er alltaf líf og fjör í Frumleikhúsinu...
Sjá meira


