Maður í mislitum sokkum – síðustu sýningar
Leikfélag A-Eyfellinga hefur undanfarið sýnt leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Síðustu sýningar verða 1. des. kl. 20.00 og tvær sýningar verða 3. des. kl. 15.00 og kl. 20.00. Sýnt er á Heimalandi Vestur-Eyjafjöllum. Leikritið fjallar um Steindóru, einmana ekkju, sem býr í blokk ásamt fleiri eldri borgurum. Hún rekst óvænt á ókunnan mann í bílnum sínum einn daginn þegar hún kemur úr búðinni. Hann er kaldur, hrakinn og illa áttaður, veit ekki hvaðan hann kom, eða hvert hann er að fara. Hún tekur hann heim með sér til að hlúa að honum, og þá hefst atburðarrás, sem...
Sjá meira


