Author: lensherra
39 þrep í Þjóðleikhúsinu – miðasala opnuð
Leiklistarvefurinn | maí 22, 2025 | Fréttir |
Nú hefur verið opnað fyrir miðasölu á 39 þrep, sýningu Leikfélags Hólmavíkur sem var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins fyrr í mánuðinum. 39 þrep eftir Patrick Barlowe er byggt á kvikmynd eftir Alfred Hitchcock og skáldsögu eftir John Buchan. Þetta er spennugamanleikur sem segir frá Richard Hannay sem sogast inn í æsispennandi atburðarás þar sem morð, njósnarar, brjálaðir prófessorar, Skotar og vitaskuld íðilfagrar konur koma við sögu. Í verkinu eru 139 hlutverk en þau eru leikin af fjórum konum. Sýning Leikfélags Hólmavíkur á 39 þrepum var valin áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins af dómnefnd Þjóðleikhússins. Það var í þrítugasta og þriðja sinn...
Sjá meiraLotta frumsýnir Hróa Hött
Leiklistarvefurinn | maí 22, 2025 | Óflokkað |
Sumarævintýri Leikhópsins Lottu hefst þann 28. maí næstkomandi. Leikhópurinn stígur þá á stokk nítjánda sumarið í röð og býður börnum og fjölskyldum um allt land sprúðlandi skemmtun í formi nýrrar uppfærslu á söngleiknum Hrói Höttur. Frumsýningin fer fram miðvikudaginn 28. maí klukkan 18:00 á Lottutúni í Elliðaárdalnum, þar sem áhorfendur geta notið verksins utandyra í fallegu umhverfi. Hrói Höttur er eitt vinsælasta leikverk Lottu fyrr og síðar. Nú eru liðin ellefu ár frá því að það var frumsýnt í fyrsta sinn, og því sannarlega tilefni til að dusta af því rykið – nú er það tilbúið í ferskum og...
Sjá meiraFlæktur í Netinu á Króknum
Leiklistarvefurinn | maí 7, 2025 | Fréttir |
Nú standa yfir sýningar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Flæktur í Netinu (Með táning í tölvunni) er sjálfstætt framhald leikritsins Með vífið í lúkunum þar sem leigubílstjórinn John Smith barðist við að lifa tvöföldu lífi með tveimur eiginkonum, Mary og Barböru. Núna 18 árum síðar kynnast dóttir hans úr öðru hjónabandinu og sonur hans úr hinu á netinu og byrja að draga sig saman. Þessu reynir faðir þeirra að afstýra með öllum tiltækum ráðum með dyggri aðstoð vinar síns Stanleys sem hefur sest upp hjá...
Sjá meiraOpnunartímar
Vörur
-
Hydro Make-up Remover Oil kr.1.470
-
Hárkollustandur með festingu kr.4.150
-
Yfirskegg Apex kr.2.451 – kr.3.590
Nýtt og áhugavert
-
Vatnslitabox Grimas - 6 eða 12 litir, Standard eða XL kr.4.790 – kr.19.900
-
Eyru latex kr.3.240
-
Gerviauga kr.1.970
-
Sugar Skull Kit kr.8.320