Sannkallað leikhúsferðalag til plánetunnar Limbó
Ferðin til Limbó, í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Sigrúnar Tryggvadóttur, er stórskemmtileg og lágstemmd skemmtun fyrir yngstu kynslóðina. Hér er fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu endurvakið og var það gert með mikilli grandgæfni, gleði og húmor. Texti verksins er skemmtilegur og lúmskt fyndinn, líka fyrir fullorðna og greinilega búið að aðlaga hann að nútímanum. Systkinin Maggi og Malla mús eru viðkunnanlegar persónur sem leikarar leika vel og með miklum tilþrifum. Orkustig leikaranna er hátt og kemistrían þeirra á milli er frábær. Móðursýki Möllu og hetjuskapur Magga blandast frábærlega saman og býr til mikla...
Sjá meira