Jon Fosse (f. 1959) er einn af ástsælustu rithöfundum Noregs og eitt vinsælasta núlifandi leikskáld í heiminum í dag. Settar hafa verið upp yfir 900 uppfærslur á verkum Fosse á 40 tungumálum og hefur hann hlotið fjöldamörg verðlaun fyrir verk sín. Fosse var meðal annars sæmdur orðunni Chevalier de l’Ordre National du Mérite árið 2007 en einnig hefur hann unnið Norrænu leikskáldaverðlaunin og Ibsenverðlaunin árið 2010.
Ég er Vindurinn frá árinu 2007 er nýjasta verk Fosse og gæti jafnframt verið það síðasta en Fosse gaf nýlega út þá yfirlýsingu að hann væri alfarið hættur að skrifa fyrir leikhús.
Miðasala er í s. 551200, inn á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is, eða á midi.is
{mos_fb_discuss:2}