Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir þann 29. september hinn óviðjafnanlega, fyndna, skrítna og brjálæðislega gamanleik rúmenska/franska leikskáldsins, Eugene Ionesco, Sköllóttu Söngkonuna í Gaflaraleikhúsinu. Frá því að verkið var fyrst frumsýnt í London fyrir 50 árum hefur það farið sigurför um heiminn og komið ólíklegasta fólki til að hlæja. Leikstjórar verksins eru Halldór Magnússon og Gísli Björn Heimisson.
Miðapantanir eru í síma 565 5900 og á midasala@gaflaraleikhusid.is. Miðasalan er opin frá 15.00-18.00 alla virka daga og tveimur tímum fyrir sýningu.