Leikfélag Selfoss tekur stefnuna til sólríkari stranda í vetur en nú standa yfir æfingar á leikritinu Sólarferð eftir Guðmund Steinsson og hefur Rúnar Guðbrandsson verið fenginn til að leikstýra. Leikritið gerist á miðjum áttunda áratugnum og fjallar um ferð nokkurra íslenskra hjóna til Costa del Sol. Það gengur á ýmsu og tekið er á því sem gerist á gamansaman hátt en þó með alvarlegum undirtón. Stefnt er að því að frumsýning verði 24. febrúar n.k.

{mos_fb_discuss:2}