Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum hefur annarri aukasýningu verið bætt við á La Bohème, laugardagskvöldið 21. apríl kl. 20. Mun þetta verða allra síðasta sýningin á þessari vinsælu og fallegu sýningu sem hefur slegið í gegn hjá áhorfendum, en rúmlega 9.000 miðar hafa þegar selst á sýninguna og þarf að leita aftur á síðustu öld að viðlíka aðsókn í Íslensku óperunni, að undanskilinni Töfraflautunni síðastliðið haust sem sló aðsóknarmet langt aftur í tímann. Í hlutverkum Mimi og Rodolfo á aukasýningunni verða Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson.

Sýning hefur hlotið afar góðar móttökur gagnrýnenda og gesta, og hlaut hún m.a. fjórar stjörnur hjá dagblaðinu The Telegraph í London.

{mos_fb_discuss:2}