Stór og flottur hópur íbúa Sólheima og nágrennis æfir þessa dagana leikritið um hinn friðsæla Kardimommubæ og fólkið þar eftir Thorbjörn Egner. Frumsýning verður að venju sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 15:00 í Íþróttaleikhúsinu. Leikstjóri er Þórný Björk Jakobsdóttir sem einnig staðfærir verkið.

Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan búa fyrir utan bæinn en fara reglulega í ránsferðir. Þeir ræna Soffíu frænku til að létta undir hjá sér við eldamennsku og þrif en þau áform breytast. Þeir fara í fangelsi eftir eina ránsferðina, koma út betri menn og verða hetjur þegar þeir slökkva eld í turni bæjarins.

Næstu sýningar:
2. sýning : laugardaginn 21. apríl  kl 15:00
3. sýning : sunnudaginn 22. apríl  kl 15:00
4. sýning : laugardaginn 28. apríl kl 16:00
5. sýning : sunnudaginn 29. apríl kl 15:00
6. sýning : þriðjudaginn 1. maí lokasýning  kl 15:00

Hægt er að panta miða í síma 847 5323.

{mos_fb_discuss:2}