Leikfélag Hornafjarðar, í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu, frumsýnir föstudaginn 20. apríl leikritið Átta konur sem er franskur sakamálafarsi eftir Robert Thomas. Verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu leikárið 2005 til 2006 og kvikmyndaútgáfan af því vann til verðlauna í Cannes árið 2002. Leikritið var eitt af vinsælustu gamanleikritum á sviði í Bretlandi síðastliðin ár. Innihald verksins er alþjóðlegt og tímalaust þó leikhópurinn kjósi að velja því tímabil rétt fyrir hrun. Þýðandi er Sævar Sigurgeirsson og leikstjóri Guðjón Sigvaldason.

Fögur eiginkona, tvær ungar og óstýrilátar dætur, aðþrengd mágkona, gráðug tengdamamma, dularfull ráðskona og kynþokkafull þjónustustúlka. Húsbóndinn sjálfur liggur sofandi í rúmi sínu uppi á lofti. Eða hvað? Þegar sjö villtar konur eru samankomnar og sú áttunda bætist í hópinn getur allt gerst…

Næstu sýningar:
2. sýning er 22. apríl.   Kl 20:30
3. sýning er 24. apríl.   Kl 20:30
4. sýning er 26. apríl.   Kl 20:30
5. sýning er 27. apríl.   Kl 20:30
6. sýning er 29. apríl.   Kl 20 30

Miðapantanir í síma 898 6701 (Kristín) og 844 1493 (Svava).

{mos_fb_discuss:2}