ImageHugleikur hefur nýverið snúið aftur úr frægðarför til Mónakó þar sem hann tók þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð IATA sem haldin er þar á 2 ára fresti. Hugleikur sýndi Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Ferðasöguna má lesa á vef Hugleiks hér og svo er Varríus með mikinn langhund um aðrar sýningar hátíðarinnar hér.