Starf framkvæmdastjóra við Þjóðleikhúsið var auglýst laust til umsóknar í lok maímánaðar og rann umsóknarfrestur út þann 14. júní síðastliðinn. Tuttugu og fimm umsóknir bárust, en niðurstaða um ráðningu liggur fyrir og mun Ari hefja störf þegar leikhúsið tekur aftur til stafa að loknu sumarleyfi. Ari er menntaður leikari, með BFA gráðu í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands, MBA gráðu í stjórnun og rekstri frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Ari starfaði sem leikari í fjölda ára og tók meðal annars þátt í um 40 uppfærslum í atvinnuleikhúsum, mest með Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem hann var fastráðinn í 10 ár. Hann hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi og unnið sem leikstjóri, auk þess að hafa staðið að framleiðslu sýninga og leikhúsrekstri. Utan leikhússins hefur Ari einnig fjölbreytta starfsreynslu, en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri með ábyrgð á rekstri og áætlanagerð, unnið að stefnumótun og markaðsráðgjöf, komið að verkefnastjórnun ýmissa fyrirtækja og stofnana, auk þess að hafa reynslu af opinberri stjórnsýslu. Ari hefur einnig starfað sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík.
{mos_fb_discuss:3}