Skagaleikflokkurinn frumsýnir hinn sívinsæla söngleik Litlu Hryllingsbúðina eftir Howard Ashman og Alan Menken föstudaginn 15. nóvember. Allt síðan söngleikurinn var fyrst settur á svið árið 1982 hefur hann farið sigurför um heiminn og verið settur upp í fjölmörgum löndum ár hvert. Sagan segir frá ungum blómasala sem dag einn finnur undarlega plöntu sem á eftir að hafa stórkostleg áhrif á líf hans og allra sem hann þekkir.

Litla Hryllingsbúðin er grátbroslegur söngleikur sem svíkur engan.

Leikstjóri sýningarinnar er Valgeir Skagfjörð en tónlistarstjóri er Birgir Þórisson.

Howard Ashman er höfundur samnefndrar bókar og texta en tónlistin er eftir Alan Menken. Þýðandi óbundins máls er Gísli Rúnar en bundið mál er eftir Magnús Þór Jónsson (Megas).